Heklaðar hringlur

Heklaðar hringlur

Ég er alltaf að prófa mig áfram með eitthvað nýtt í amigurumi hekli. Nýjasta nýtt eru þessar krúttlegu kanínuhringlur sem ég hekla utan um tréhring. Þær eru allar heklaðar úr bómullargarni, með öryggisaugum og hringlu inn í. Mér finnst fátt skemmtilegra en að gefa eitthvað heimatilbúið í gjafir og þessar hringlur finnst mér tilvaldar í sængur- eða skírnargjafir.


Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.