Heimilið okkar.

Heimilið okkar.

Á síðasta ári keyptum við okkar fyrstu eign. 
Eignin er 187fm raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, með bæði útgengt á svalir og pall.
Hún er frekar ný og ætluðum við ekki að eyða neinum upphæðum í stórar breytingar. Vissulega langaði okkur að skipta um gólefni á allri íbúðinni og skipta út eldhúsinnréttingunni. Baðherbergin eru heldur ekki eins og ég hefði sjálf kosið, en við ákváðum að láta þetta allt vera í bili. Við máluðum veggi og lökkuðum tréverk að innan. Einnig filmuðum við borðplötuna í eldhúsinu, en filmuna keyptum við í fyrirtækinu Enso og kostaði sú breyting okkur ekki nema rétt um 8.000kr.

Íbúðin er mjög skemmtilega uppsett, en á efri hæð er eldhús og stofa ásamt sjónvarpsherbergi (sem er nýtt sem svefnherbergi í dag) og annað baðherbergið. Á neðri hæðinni eru 3 svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi og þvottahús.

Ég ætla að setja inn fyrir og eftir myndir og sýna ykkur hversu mikið málning og auðveldar litlar breytingar gera fyrir íbúðina.

Ástæða þess að ég á svona dásamlegar ljósmyndir af íbúðinni minni er því að Guðný Lára kom og tók þær fyrir tvö innlit sem við vorum í.
Mæli með því að þið kíkið á myndirnar hennar á instagram og facebook!

Stofan fyrir
Stofan eftir.
Sófar og stofuborð: IKEA
Motta: Söstrene Grene
Gardínur: AliExpress
Hengiróla: www.unalome.is
Vasi & Blóm: Verzlunarfélagið
Liturinn á veggnum heitir HeartWood
Vasi: Verzlunarfélagið
Spegill: Söstrene Grene
Plötuspilari: Grosley
Hauskúpa: www.unalome.is
Skenkur: Bestå úr IKEA
Borð og stólar: Rúmfatalegerinn
Við erum reyndar nýbúin að mála í þessum lit, Keimur
og skipta um borðstofuborð, sem er úr IKEA.
Þetta er þó bara mynd tekin á síma..
Svefnherbergið okkar fyrir
Svefnherbergið okkar eftir.
Liturinn á veggnum heitir Oslo
Náttborð: IKEA
Vegglampar: Rauða Kross búðin
Vegghengi: www.unalome.is
Gardínur: AliExpress
Baranaherbergi fyrir
Liturinn á veggnum heitir Evening Green
Himnasæng; AliExpress
Loftljós: AliExpress
Tjald: Heimagert af foreldrum
Draumafangari: www.unalome.is
Stuðkantur: Dimm.is
Stóll: Fríða frænka
Dóta- og bókahillur: IKEA
Eldhús fyrir
Eldhús eftir.
Filma á borðplötur: Enso
Litur á vegg heitir Deco Blue.
Snagar: AliExpress
Bekkur & motta: Rúmfatalagerinn
Grind á vegg og taukassar í bekk: IKEA
Blómapottur: Söstrene Grene
Ykkur er síðan velkomið að fylgja mér á Instagram hjá mér.

Facebook Comments
Linda Sæberg

Linda er 36 ára gömul, unnusta og tveggja barna móðir, með gráður í félagsráðgjöf og lýðheilsuvísindum. Hún er tilfinninganæmt fiðrildi sem veit ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór en rekur verslunina Unalome ásamt öðru. Stundar jóga og hefur miklar unun af andlegum málefnum. Elskar að ferðast, skapa og njóta, gleðst yfir góðu kaffi og súkkulaði og er interior elskandi.