Heimferðarsett á lítið gull

Heimferðarsett á lítið gull

Nú styttist heldur betur í litla gullmolann minn en síðustu vikur ef ég verið að dunda mér við að prjóna heimferðarsett. Ég hafði nokkrum sinnum séð fallegar prjónauppskriftir á Facebooksíðunni hjá Petit knitting og var því ekki lengi að ákveða hvernig galla mig langaði að prjóna – loksins þegar ég hafði tíma fyrir öðrum verkefnum. Ég prjónaði svo líka sokka, vettlinga og tvær húfur. Það verður svo spennandi að sjá hvor húfan fær að vera á litlum kolli á leiðinni heim af fæðingardeildinni – þar sem við vitum ekki kynið.

 

Uppskrift galli – Petit Knitting Breki
Uppskrift húfa – Petit Knitting Lóa
Uppskrift vettlingar & sokkar – Petit Knitting Eldar og Esjar

Uppskriftirnar er hægt að kaupa í vefverslun Petit Knitting hér.

 

 

Ég er mjög virk á Instagram þessa dagana – asdisgeirs er notendanafnið mitt þar.

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.