Heimagerð sveppasúpa og nýbakaðar bollur

Heimagerð sveppasúpa og nýbakaðar bollur

Það er stundum gott að breyta út af vananum og hafa eitthvað létt í kvöldmatinn. Við gerum það reyndar allt of sjaldan en alltaf svo gott. Núna í vikunni vorum við með sveppasúpu og nýbakaðar brauðbollur í matinn. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af sveppasúpunni minni og svo fljótlegum brauðbollum sem ég fann á netinu.

Sveppasúpa ( fyrir ca. 3-4):
1 l. G-mjólk
1 pakki sveppir
2 grænmetisteningar
1 msk sojasósa
1 msk sósujafnari
Smá salt ( ef þarf)

1. Ég byrja á því að steikja sveppina uppúr smjöri og bæti síðan grænmetisteningum saman við.
2. Næst helli ég g-mjólkinni útá og sojasósu
3. Leyfi súpunni að sjóða í ca 15 mín áður en ég bæti sósujafnara saman við til að þykkja hana ( Ath. súpan verður að bullsjóða þegar sósujafnaranum er bætt útí)
3.  Svo leyfi ég henni að sjóða í einhverja stund, bæti salti við ef mér finnst þess þurfa.

Brauðbollur:
300gr. Volgt vatn
1 msk. Sykur
1 msk. Olía
1.5 msk. Þurrger
425gr. Hveiti
1/2 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt

1. Vatn, olía, sykur og þurrger sett í skál og látið standa í 30 mín.
2. Hveiti, lyftidufti og salti bætt saman við og hnoðað vel saman.
3. Brauðbollur mótaðar, smá mjólk penslað yfir (þarf ekki).
4. Bakað við 210° í 12-15 mín.

Afgangar:  Ég hef oft nýtt afganga af sveppasúpu í pasta seinna í vikunni. Þá bæti ég smá g-mjólk saman við, hvítlauksosti og skinku. Svo sýð ég pasta og helli sósunni yfir.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.