Geggjað grænt pestó með kasjúhnetum

Geggjað grænt pestó með kasjúhnetum

Ég elska heimagert pestó! Tala nú ekki um þegar það er nóg af parmesan í því, þar sem parmesan gerir jú allt betra að mínu mati. En ég hef í gegnum tíðina gert margar uppskriftir af grænu pestó-i en er komin á þá niðurstöðu að þetta er langbest.  Það er svo gott að eiga þetta í  ísskápnum og geta skellt á hrökkbrauð, pasta eða bara í kjúklingarétt.

Get því ekki annað en mælt með að þið prófið að skella í það.

 

Grænt pestó:

4 dl basillauf
80 g parmesan ostur
150 g kasjúhnetur
1.5 tsk salt
110 ml ólivuolía
2-3 stk hvítlauksgeirar

Aðferð:
1.Við byrjum á því að setja basil, hvítlauk, parmesan, og kasjúhnetur í matvinnsluvél og maukum saman
2.Síðan bætum við ólivuolíunni smám saman (stundum þarf að bæta smá meiri olíu við, eftir smekk) við og að lokum saltið. Gott er að byrja á því að setja lítið salt og smakka til.

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.