Gardínur

Gardínur

Ég sýni reglulega allskonar hluti tengda heimilinu mínu á instastory @bara_87. Um daginn settum við Richard upp gardínur í stofuna hjá okkur og ég hef sjaldan fengið eins mikil viðbrögð á instagram, svo ég má til með að skella í færslu um gardínurnar.

Við völdum að fara ódýrari valkost í þetta sinn, en það var aðallega vegna þess að við gátum pantað gardínurnar á netinu en þurftum ekki að gera okkur ferð í búðir á milli 16-18 á daginn með þreytt barn til að skoða og velja efni.

Brautirnar keyptum við í IKEA og söguðum þær til svo þær hentuðu fyrir okkar glugga. Við völdum “einfalda” braut úr Vidga línunni en settum einnig “hornstykki” sitthvoru megin við endana. Hérna er hægt að sjá vörurnar sem við vorum að nota.

Gardínurnar sjálfar pöntuðum við af Ali express eftir mæðmæli frá instagram vinkonu og nýjum bloggara í Ynju hópnum, mæli með að fylgjast með flotta instagramminu hennar @lindasaeberg.

Hérna er linkur á seljandann á Ali, við tókum týpu sem heitir “pull pleated tape” og tókum þær stærri en glugginn okkar er til að hafa rykkingu.

FYRIR:

 

EFTIR: 

Útkoman er æðisleg og við erum sjúklega sátt !

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku