Fyrir sumarið: Laced up shoe

Fyrir sumarið: Laced up shoe

Ég, skófíkillinn varð eðlilega að eignast strigaskó fyrir sumarið…nauðsynlegt ekki satt?!
Fyrir valinu urðu þessir fallega bleiku skór frá Bianco, en vefverslunin þeirra gæti sett mig á hausinn!!

Þeir kostuðu “skitnar” 8 þúsund krónur sem varð auðvitað til þess að ég fékk mér hvíta líka og gat platað samstarfskonu mína til að splæsa í par á sig líka 🙂

Sumarlegir ekki satt?!?

Skóna má kaupa HÉR fyrir áhugasamar og það þarf sennilega að hafa hraðar hendur til að ná sér í par!

Höfundur keypti sér skóna sjálf og færslan er því ekki  kostuð á neinn hátt

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.