Fyrir & eftir – svefnherbergi

Fyrir & eftir – svefnherbergi

Þegar von var á yngsta barninu okkar í heiminn vorum við hjúin (aðallega undirrituð þó) í miklum svefnherbergispælingum. Í hjónaherberginu var óþarflega mikið af skápum sem innihéldu að mestu drasl eða dót sem mátti setja í geymsluna eða hreinlega henda. Við ákváðum (þegar ég var gengin 35 vikur á leið) að rífa niður þessa gömlu fataskápa, fá okkur minni fataskáp og græða þar með smá aukapláss í hjónaherberginu sem nýta mætti sem barnahorn.

Fataskápur fyrir – 3.40 metrar
Búin að rífa gamla fataskápinn niður

Þegar við vorum búin að rífa gamla fataskápinn út þurftum við að byrja á því að mála vegginn og parketleggja gólfflötinn undir honum, en við parketlögðum alla íbúðina þegar við keyptum hana 3 mánuðum áður.

Nýi fataskápurnn er 2 metrar en alveg nógu stór fyrir fötin okkar – og auðvitað fyrir smá drasl sem á hvergi heima

Við erum alveg í skýjunum með þessa breytingu og miklu betri nýtingu á herberginu fyrir vikið. Liturinn á veggjunum gera líka ótrúlega mikið fyrir rýmið, en við kolféllum alveg fyrir þessum lit og finnst herbergið miklu meira kósý málað í svona möttum dökkum lit.

Litli eigandinn er allavega mjög sáttur með litla hornið sitt.

Fataskápur: Pax Ikea
Málning: Jötun Lady Evening green frá Húsasmiðjunni
Loftljós: Ikea
Stuðkantur í rimlarúm: Petit
Hvít hilla: Bloomingville frá Minimo.is
Órói og hekluð kanína: RÓ heklvörur
Fæðingarspjald í ramma og nafnaborði: Rammagull.is

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.