Frönsk súkkulaðikaka með Bingókúlukremi

Frönsk súkkulaðikaka með Bingókúlukremi

Ég er enginn bakarameistari eins og sambloggarar mínir þær Sylvía & Ásdís, en mér finnst kökur mjög góðar svo ég elska sambland af einfaldleika og góðu bragði þegar kemur að bakstri.

Ég ætla að deila með ykkur einni laufléttri sem ég skellti í fyrir saumaklúbb um daginn.

Innihald: Suðusúkkulaði, smjör, egg, hveiti, sykur, Bingókúlur, karamellukúlur (má sleppa) og rjómi.

Kakan: 200 gr. suðusúkkulaði brætt í vatnsbaði ásamt 200 gr. af smjöri. Egg og sykur þeytt saman og súkkulaði bráðinni svo bætt rólega saman við, ásamt 1dl. hveiti.

Bakað við undir/yfir á 160° í 40-45 mínútur.

Kremið: 1 poki af Bingó kúlum og 1 poka af karamellu kúlum (má sleppa) settir saman í pott ásamt rjóma, þetta er svo hitað á lágum hita þangað til að kúlurnar hafa bráðnað saman. Mér finnst best að láta kremið kólna aðeins í pottinum áður en ég set það á kökuna, því það þykknar við að kólna og lekur þar af leiðandi ekki jafn mikið og tollir ofaná kökunni.

Svo er auðvitað rosa gott að bera kökuna fram með jarðaberjum og þeyttum rjóma.

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku