Flower power frá Name it

Flower power frá Name it

Ég skellti mér á Kringlukast á dögunum og kolféll fyrir þessu sumarlega dressi í Name it.

Ég er sjúk í “munstur við munstur” svo ég ákvað að taka bæði kjólinn og leggings í stíl. Ég sé fyrir mér að nota þetta bæði saman og í sitthvoru lagi.

Dressið kom í tveim litum.  Annars vegar í þessum sem er á myndunum og hinsvegar með hermanna grænum laufum. Ég átti rosa erfitt með að gera uppá milli dressana.

Þau fást bæði í Kringlunni og í Smáralind.

Fötin koma í stærðum 80-104

Þar sem kjóllinn er ermalaus er hægt að nota hann lengi.

Verð: Kjóll 1990 kr. & Leggings 1490 kr.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku