Fjarþjálfun – er það fyrir alla?

Fjarþjálfun – er það fyrir alla?

Ég get ómögulega svarað þessari spurningu.

En mér finnst alltaf gaman að deila áfram hlutum sem mér finnst hjálpa mér.

Í Nóvember og Desember var rosalega mikið álag á mér og tíminn i ræktinni minnkaði talsvert og ég missti bara móðinn að þykja vænt um sjálfa mig.

Ég borðaði mun minna og stundum nánast ekkert, en hvað gerðist? Ég léttist ekkert heldur þyngdist ég um rúmlega 8 kg á þessum 2 mánuðum ekki vegna þess eg var að gúffa í mig jóla kræsingar, heldur vegna streitu og að borða nánast ekkert í 1-2 daga og svo gúffa í mig prótein stykkjum og alltof stórum máltíðum, þetta fyrirkomulag var bara alls ekki að henta mínum líkama.

Húðin í andlitinu var orðin mjög illa farin og ég bara virkilega var að vega og meta hlutina, hvert mitt næst skref ætti að vera, hreinlega gefast upp útaf 8 kílóum og skella mér í að vera 140 kg aftur, eða finna mér leið til að hífa mig upp aftur.

Ég ákvað að skoða vel hvað væri í boði og sendi svo 23 desember skilaboð á þjálfara sem mér leist vel á, og það var akkúrat það sem ég þurfti, einhver sem sagði mér hvað ég ætti að gera, gerði plan og það sem mér líkar best, svarar tölvupóstum nánast um leið, þannig að mér líði eins og ég skipti máli, þó ég sé eingöngu í fjarþjálfun.

En ég borða meira og hreyfi mig meira og sentimetrarnir eru farnir að fjúka – já kíló líka á þessum 4 vikum , en markmið fyrir árið 2019 er að horfa meira á hvernig mér líður ekki bara töluna á vigtinni þó ég þurfi líka að gera það, því það hentar mér persónulega.

Ég mæli með að þegar maður er á þeim stað að gefast upp á sjálfum sér að finna eitthvað til að kveikja aftur á gleði neistanum.

Fyrir áhugasama þá er ég í þjálfun hjá Helga (er ekki i samstarfi) https://www.instagram.com/helgibjarnason/?hl=en

Hægt er að fylgjast með mer á instagram https://www.instagram.com/adventuresofus2/?hl=en

Facebook Comments