Fallegt og persónulegt heimilisdjásn (AFSLÁTTARKÓÐI)

Fallegt og persónulegt heimilisdjásn (AFSLÁTTARKÓÐI)

Við Atli erum lengi búin að vera að leita að veggskrauti í stofuna hjá okkur. Okkur langaði að hafa eitthvað persónulegt en samt ekki ljósmyndir af okkur fjölskyldunni. Núna loksins höfum við fundið það sem við ætlum að setja upp, Augasteinamyndir! Ótrúlega fallegar, ekkert auga er eins og því er hver mynd algjört listaverk.

 

Ljósmyndarinn af þessum dásamlegu myndum er Marella Steinsdóttir. Marella er með BA (hons) gráðu í fashion styling and photography frá London Collage of Fashion og er með ljósmyndastúdíó á Akranesi.

Myndirnar koma í stærð 30×30 í svörtum hágæða Nielsen viðarramma. Þær eru fallegt heimilisdjásn og frábær persónuleg gjöf sem jólagjafir, útskriftargjafir, afmælisgjafir og brúðkaupsgjafir því hægt er að kaupa gjafabréf í myndatökuna sem hægt er að fá sent um land allt án aukakostnaðar.

 

Fylgjendur okkar fá 20% afslátt af myndartökunni með því að nota kóðann : Marella x Ynjur í skilaboðum við pöntun. Það er því tilvalið að vera snemma í jólagjafainnkaupum og næla sér í gjafabréf.

Afsláttarkóðinn gildir til 4.nóvember.

 

Hér er hægt að panta í myndatöku eða fá frekari upplýsingar.

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.