Einfaldar pönnukökur með 4 innihaldsefnum!

Einfaldar pönnukökur með 4 innihaldsefnum!

Ég elska allt einfalt,fljótlegt og hollt!
Þessar pönnukökur, sem má að sjálfsögðu líka skella í vöfflujárnið uppfylla allt þetta þrennt og ég geri þær oft í viku.

 

Uppskrift:
Gerir 3 þykkar og djúsí pönnukökur

1 egg
50gr banani (því þroskaðri því betra)
30gr Foodspring pönnukökumix/próteinduft/hveiti
20gr hafrar
Allt sett í blandarann og mixað þar til kekklaust.
Steikt á pönnu í ca 30sek á hvorri hlið eða skellt í vöfflujárnið!

Þessi uppskrift hentar hvort heldur sem er með rjóma og nutella eða smjöri og osti, bæði dásamlega gott og þær eru ótrúlega saðsamar, mæli svo sannarlega með að prófa.

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.