Eftirréttur – Heimatilbúinn bragðarefur

Eftirréttur – Heimatilbúinn bragðarefur

Lakkrískurlið er fengið að gjöf 

Ég elska einfaldleikann og langar þess vegna að deila með ykkur laufléttri hugmynd að eftirrétti, kannski kemur hún sér vel yfir hátíðarnar sem framundan eru eða bara í kósýkvöld með fjölskyldunni.

Ég man eftir að hafa fengið “Heimatilbúinn bragðaref” í bolla í einhverju matarboði þegar ég var barn og mér fannst það ÆÐI svo ég reikna með að þetta sé eftirréttur sem henti öllum aldri.

Að þessu sinni notaði ég plain vanilluís og lét hann standa í smá stund á borðinu svo hann væri mjúkur. Í refinn setti ég svo jarðaber (sem er algjört must að mínu mati), hvítt súkkulaði og tvær tegundir af lakkrískurli frá Appolo. Útkoman var sjúklega góð!

Svo er auðvitað hægt að láta hugmyndaflugið ráða för og setja hvaða ávexti og sælgæti sem er í bragðarefinn.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku