DIY: Avocado & hunangsmaski

DIY: Avocado & hunangsmaski

Þennan maska geri ég mjög oft, hann hentar öllum húðgerðum og frískar uppá húðina um leið og hann gefur góða næringu.

***

Avocado & hunangsmaski

1/4 Avocado
1tsk Hunang

1cm gúrkubiti

Aðferð: Öllum hráefnum stappað saman eða skellt í blandarann/töfrasprotann. Borið á hreina húð og látið bíða í 15-20mínútur.

Maskinn er svo þvegin af með volgum þvottapoka.

Maskann má nota 2-3x í viku!

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.