Dásamlegar barnabækur eftir Birgittu Haukdal- GJAFALEIKUR

Dásamlegar barnabækur eftir Birgittu Haukdal- GJAFALEIKUR

Birgitta Haukdal er ekki bara frábær söngkona heldur dásamlegur barnabókarhöfundur. Hún hefur gefið út átta bækur um vinina Láru og Ljónsa.

Bækurnar eru í miklu uppáhaldi á þessu heimili og kann mamman þær orðið utanað. Bækurnar eiga það allar sameiginlega að vera einstaklega fallega myndskreyttar, gott að lesa þær og eru sögurnar um eitthvað sem börn ná að tengja við, eins og nýjustu bækurnar: Lára fer í sund og Jól með Láru.

Uppáhaldsbókin á þessu heimili hefur lengi verið Kósýkvöld með Láru enda tengir Anna Hrafnhildur sérstaklega vel við hana þar sem mamma Láru á von á barni alveg eins og mamma hennar. Núna hefur áhuginn færst yfir á Lára fer í sund enda er Anna alveg sundóð og þykir fátt skemmtilegra.

Ungbarnabækurnar eru fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 2 ára, önnur er um Láru og hin um Ljónsa.
Hinar sex bækurnar eru fyrir börn á aldrinum 2-7 ára, bækurnar eru tilvaldar í jólapakkann eða ef jólasveininum vantar hugmyndir af gjöfum.

Ynjur eru í gjafastuði og ætla að gefa tvær ungbarnabækur um Láru og Ljónsa og nýju bækurnar Lára fer í sund og Jól með Láru. Til þess að taka þátt þarf að líka síðuna okkar á facebook og skrifa athugasemd á leikinn á facebook síðunni okkar.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.