Dásamleg ¨smash cake¨myndartaka

Dásamleg ¨smash cake¨myndartaka

Við fórum með Marín Helgu í 1 árs smash cake myndartöku í lok janúar og myndirnar voru alveg dásamlegar!

Áður en ég fór í myndartökuna var ég búin að plana hvernig ég vildi hafa skrautið og allt saman og var ég svo heppin að fá æðislegt skraut í Partývörur  þar er svo gríðalega mikið úrval af æðislegu skrauti fyrir öll tilefni, allt skrautið er frá þeim nema pilsið, gerviblómin og kakan er auðvitað úr Sætum Syndum. Við völdum bleikt og gyllt þema þar sem það verða þemalitirnir í herberginu hennar og fer stór mynd í ramma upp á vegginn þar. Við gerðum það sama með Önnu Hrafnhildi þegar hún varð 1 árs, hér getið þið séð myndirnar úr þeirri myndartöku.

Við bókuðum myndartökuna hjá Eiríki Inga og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Aðstaðan er alveg hreint dásamleg og hann svo yfirvegaður og bara virkilega fær ljósmyndari. Ég ætla að taka það strax fram að ég borgaði fyrir myndartökuna svo þetta er ekki auglýsing heldur virkilega ánægður viðskiptavinur.

Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra og ætla að deila með ykkrum nokkrum dásamlegum myndum úr myndartökunni. Það voru líka smelltar myndir af Önnu Hrafnhildi og ég leyfi þeim að fljóta með enda líka svo fallegar.

Elska að eiga svona myndir af þeim og hlakka til að setja þær upp í herbergjunum þeirra.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.