Crépes pönnukökur

Crépes pönnukökur

Mig vantar oft innblástur að kvöldmat, sérstaklega fljótlegum réttum svo ég ætla að deila með ykkur einni af mínum uppáhalds uppskriftum þegar mig langar í eitthvað létt.

Uppskrift: Klassískar íslenskar pönnukökur án sykurs og vanilludropa 

Meðlæti: Hrísgrjón, pítusósa, skinka, ostur og grænmetið sem er til í ísskápnum þann daginn.

Aðferð: Ég byrja á því að baka stafla af pönnsum (hef þær ljósar). Lækka svo hitann á pönnukökupönnunni aðeins niður (svo þær brenni síður) og skelli einni pönnuköku aftur á pönnuna ásamt skinku og osti, leyfi ostinum aðeins að bráðna og bæti svo hrísgrjónum ofaná ásamt grænmetinu og sósunni.
Flóknara er þetta ekki!

Svo er auðvitað hægt að setja hvað sem er inn í pönnsurnar!

Oftast skiljum við smá deig eftir, bætum svo útí það vanilludropum og sykri og bökum nokkrar sætar pönnsur til að borða í eftirrétt

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku