Bjargvættur kveisubarns og móður

Bjargvættur kveisubarns og móður

Nú er Marín Helga orðin 7 vikna og allt hefur gengið vel fyrir utan að á daginn og fram á miðnætti er hún mjög óróleg í maganum. Sem þýðir að maður þarf að vera gangandi um gólf stæðsta part dagsins og kemur því litlu í verk. Lúxus eins og að fara í sturtu, fá sér að borða og klæða sig og græja er ekkert alltaf í boði og oftar en ekki endar það með að í hádegismat er kex og sturtuferðir enda þannig ég þarf að hoppa úr sturtunni enn með hárnæringu í hárinu til að róa barnið.

Ég ákvað því að fara á stúfana og leita að rólu sem vonandi myndi hjálpa okkur.

Mér til mikillar gleði fann ég rólu sem mér leist mjög vel á. Rólan heitir GRACO Sweetpeace fake fur og hentar ótrúlega vel fyrir splúnku ný kríli og upp í 9kg. Það eru 3 stillingar á baki, ungbarnainnlegg, 10 lög þar og þar af 5 með náttúruhljóðum, titringur í sæti og 6 hraðastillingar ruggu. Hægt er að smella sætinu af og verður þá stóllinn að ömmustól sem er mjög þæginlegt.

Ég er virkilega ánægð með þessi kaup sem eru algjörlega búin að bjarga mér síðustu daga og Marín líður ofsalega vel í stólnum og oftar en ekki steinsofnar hún í honum. Það er mikill kostur að hafa þennan fake fur því henni líður svo vel þegar ég legg hana í stólinn og bregður eða vaknar ekki eins og gerist stundum þegar ég legg hana í rúmið eða vögguna.

Ég get hiklaust mælt með þessum stól fyrir lítil kríli.

Stóllinn fæst hér í Húsgagnaheimilinu og er á 30% afslætti eins og er. 

Hér er að finna facebook síðu Húsgagnaheimilisins

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.