Baráttan endalausa…

Baráttan endalausa…

Ég er ein af þeim sem er alltaf í stöðugri baráttu við þessi blessuðu aukakíló. Ég hef örugglega prófað allt þegar kemur að því að reyna að léttast, herbalife, danski kúrinn, lkl og fl. en alltaf endar það þannig að ég gefst upp á þessu. Ég er rosalega óþolinmóð og vill að allt gerist mjög fljótt sem er kannski ekki alveg að virka. En ég hef komist að því hvað það er sem hentar mér ekki, það er að hætta einhverju alveg.. hvort sem það er sykur eða hveiti þá er ég líkegri til þess að gefast upp ef ég á að taka eitthvað 100% út úr fæðunni minni.

Mér líður ekkert brjálæðislega illa eins og ég er núna, en allavega nógu illa þannig að ég er ekki sátt við sjálfa mig í sundfötum eða á nærfötunum. Ég skammast mín alls ekki fyrir líkamann minn en mig langar að  líða betur með sjálfa mig og stunda heilbrigðari lífstíl.

Síðasta sumar byrjaði ég í fjarþjálfun hjá Agli Einarsyni, það gekk mjög vel og mér leið vel þar til ég hætti, var alveg viss um að ég gæti þetta sjálf fyrst að ég væri komin svona vel af stað. En næstum  því ári seinna hefur ekkert breyst, hef ekkert þyngst en ekkert léttst heldur.  Ég hef svo takmarkaðann (þá meina ég nánast engann) sjálfsaga að ég þarf bara einhvern til þess að sparka í rassin á mér og segja mér hvað ég á að gera og borða. Þannig í síðustu viku skráði ég mig aftur í fjarþjálfun hjá honum. Þetta virkar þannig að 6 daga vikunnar passa ég vel upp á hvað ég borða og fer eftir planinu svo einn dag í viku er svindldagur og þá má ég borða það sem ég vill. Ég sendi matardagbók á 3-5 daga fresti og fæ svo komment til baka um hvort að ég er að gera rétt. Eins og er fer ég bara 2 svar í viku í ræktina og fer eftir prógrammi.

Eftir langa leit fann ég það sem virkaði fyrir mig, en það þýðir samt ekkert að það virki fyrir alla. Það sem mér þykir erfiðast við þetta er að geta ekki fengið mér popp á kvöldin, ég er með poppfíkn á háu stigi en ég reyni að finna mér eitthvað sem ég má narta í á kvöldin. Eins finnst mér pasta allt of gott en hef komist að því að ég get skipt því út fyrir kúrbít og finn þá nánast engan mun.

Ég er enginn brjálæðislegur aðdáandi á ræktinni, finnst hún alveg skelfilega leiðinleg en ég læt mig hafa það að fara og vonandi venst það bara vel og kemst nær því að verða skemmtilegt.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.