Baby jogger select lux – Systkinakerra

Baby jogger select lux – Systkinakerra

Í byrjun sumars fengum við okkur nýja kerru fyrir stelpurnar. Anna Hrafnhildur var að verða 4 ára og var nánast hætt að nota systikinasætið á okkar kerru þannig ég ákvað að fara á stúfana og finna kerru sem myndi henta betur fyrir hana, með systkinapalli eða einhverju örðu sem færi lítið fyrir.

Ég var búin að skoða nokkrar kerrur þegar ég datt niður á Baby jogger select lux, þar sá ég eiginleika sem ég hafði ekki séð áður á systkinakerru og mér fannst hann henta okkur fullkomlega. Það sem mér fannst þessi kerra hafa fram yfir aðrar var systkinasessan sem hægt er að kaupa á hana, en það er sessa sem hægt er að smella á kerruna, ég get haft hana á kerrunni alltaf hvort sem ég er með kerrustykkið þannig að Anna sitji á sessunni eða ekki. Mér fannst það fullkomin lausn fyrir okkur þar sem það fer lítið sem ekkert fyrir þessu.

Kerran hefur auðvitað fullt af góðum eiginleikum eins og til dæmis :

-Það fer lítið fyrir henni í skotti
-Hægt að setja hana saman með sætið á henni
-Frábær í möl
-Hægt að kaupa góða tösku undir hana
-Fullkomin fyrir stækkandi fjölskyldu
-Hægt að kaupa allskonar fylgihluti á hana
-Er ekki of þung
-Hægt að festa bílstól á hana
-20 breytimöguleikar

Marín Helga sefur flesta lúrana sína í kerrunni þegar hún er ekki í leikskólanum og það fer virkilega vel um hana og lúrarnir alltaf mikið lengri úti. Við ferðuðumst mikið útá land í sumar og kerran var að reynast okkur vikilega vel í hvaða aðstæðum sem er hvort sem það var í útilegu í Hljóðaklettum eða göngu á bryggjunni á Húsavík. Ég get því ekki annað en mælt með þessari kerru ef þið eruð í kerru hugleiðingum.
Kerran fæst í Húsgagnaheimilinu og er á mjög góðu verði!
Hér getið þið séð meira um hana.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.