Áramótadesertinn 2018

Áramótadesertinn 2018

Núna rétt fyrir jól skellti ég í desert fyrir Fréttablaðið. Þessi desert er einn af þeim betri sem ég hef gert og mæli því klárlega með því að þið skellkð í hann fyrir áramótin.

 

Jóladraumur Sylvíu

Pekanhnetu browniebotn:
300gr. Dökkt súkkulaði
3 stk. Egg
290gr. Púðusykur
85gr.Kornax Hveiti
1 1/2 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk Salt
210gr. Smjör, brætt
200gr. Pekanhnetur ( gott að rista þær fyrst á pönnu í nokkrar mínútur)

1.Bræðið helming (150gr. ) súkkulaði yfir vatnbaði og saxið niður hinn helminginn.
2.Þeytið egg, vanillydropa og púðusykur saman þar til blandan verður létt og ljós.
3.Hrærið hveiti og lyftidufti varlega saman við eggjablönduna og síðan bræddu súkkulaðinu og smjörinu.
4.Að lokum er saxaða súkkulaðinu og pekanhnetunum hrært saman við.
5.Bakað við 175° í 20-25 mín.

Súkkulaðimús:
100ml. Rjómi
55gr. Sykur
4 stk. Eggjarauður
220gr. Dökkt súkkulaði
400ml. Rjómi

1.Sykurinn settur í pott og látin løysast upp, þegar sykur er að verða brúnn er 100ml. af rjóma hrært smá saman við.
2.Næst er eggjarauðum hrært saman við.
3.Blöndunni er síðan hellt yfir súkkulaðið og látið bíða í smá stund, síðan er blöndunni hrært saman og látin bíða þar til hún hefur kólnar niður í 30-32°.
4.400ml. af rjóma er léttþeytt, síðan er súkkulaðiblöndunni hrært varlega saman við léttþeytta rjómann.

Hvít súkkulaðimús
120ml. Nýmjólk
1 tsk. vanilludropar
3 stk. Matarlímsblöð
300gr. Hvítt súkkulaði
400ml. Rjómi

1.Nýmjólk og vanilludropar hitað upp að suðu og látið bíða í 1-2mín. Á meðan fara matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatni og eru síðan hrærð saman við mjólkina eftir 1-2mín.
2.Hvítt súkkulaði brætt yfir vatnsbaði og hrært saman við mjólkurblönduna.
3.Rjóminn er léttþeyttur og svo er rjómanum og súkkulaðiblöndunni blandað varlega saman.

Rautt mirror glaze
400ml. Niðursoðin sæt mjólk
14 stk. matarlímsblöð
300gr. Sykur
300ml. Vatn
740gr. Hvítt súkkulaði
Mataritur

1.Matarlímsblöðin sett í bleyti.
2.Mjólkin, vatnið og sykurinn látið sjóða í 1 mín og tekin til hliðar í 4-5mín, síðan er matarlíminu hrært saman við þar til það leysist upp.
3.Blöndunni er síðan hellt yfir súkkulaðið og látið standa í smá stund.
4.Súkkulaðiblöndunni hrært saman með töfrasprota, matarlit hellt saman við, passa að hafa hann ekki of ofarlega svo það myndist ekki loftbólur. Gott er að sigta blönduna 1-2 sinnum til að losna alveg við loftbólur.
5.Blandan er latin standa þar til hún kólnar niður í ca. 35 gráður.

Samsetning:
Litlir hringir stungnir út úr browniebotninum eða einn stór ef á að gera stærri köku/desert , aðeins minni en formið sem nota á í desertinn. Næst er kökuplast sett inn í formin sem á að nota og formunum komið fyrir á plötu með bökunarpappír neðst. Fyrst er hvítri súkkulaðimús hellt í formin, svo fer dökka súkkulaðimúsin í og að lokum brownie botninn. Næst eru formin sett í frysti í allavega 4-5klst. (best er að leyfa þeim að vera yfir nótt). Gott er að græja glaze-ið áður en formin eru tekin úr frysti.
Desertinn er tekinn úr formunum (brownie botninn snýr niður) settur á grind með ofnskúffu undir, glaze-inu er hellt yfir og svo er strokið yfir með pallettuhníf. Svo er desertinn færður yfir á disk/fat og skreyttur eftir smekk.

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.