Áramóta eftirrétturinn!

Áramóta eftirrétturinn!

Þeir sem voru að fygjast með mér á snappinu í dag sáu að ég var að gera desertinn fyrir kvöldið.  Þar sem margir óskuðu eftir uppskrift ákvað ég að deila henni strax með ykkur.

Marengs: 
4 stk. Eggjahvítur
1 dl. Púðusykur
2 dl. Sykur
3 bollar Rice krispie

1. Eggjahvítur, púðusykur og sykur stífþeytt
2. Rise krispie hrært saman við
3. Sett á bökunarpappír. Ég gerði 10 litla hringi á tvær plötur, lagið á þeim skiptir engu máli þar sem þetta er brotið niður.
4. Bakaði við 130 gráður í  40 mín.

Kahlúa súkkulaðimús
4 stk. Eggjahvítur
4 stk. Eggjarauður
300gr. Súkkulaði ( ég notaði Konsum súkkulaði frá Nóa Siríus)
50 gr. Smjör
100gr. Sykur
30 ml. Kahlúa
500 ml. Rjómi

1.Súkkulaði og smjör brætt saman.
2.Kahlúa hrært saman við.
3. Eggjahvítur og 75 gr. sykur stífþeytt
4. Eggjarauður og 25gr. sykur stífþeytt.
5. 2/3 af súkkulaðiblöndunni hrært varlega saman  við stífþeyttu eggjahvíturnar
6. 1/3 af súkkulaðiblöndunni hrært varlega saman við eggjarauðurnar.
7. Rjóminn þeyttur, passa þarf að þeyta hann ekki of mikið. Á að vera milli þess að vera léttþeyttur og stífþeyttur.
8. Helming af rjómanum hrært varlega saman við sitthvora eggja og súkkulaði  blönduna og svo er þeim báðum blandað varlega saman.

Hvítsúkkulaðimús
250 gr. Hvítt súkkulaði
700 ml. Rjómi

1. Súkkulaði skorið í litla bita.
2. 130 ml. af rjóma hitað upp að suðu og hellt yfir súkkulaðið.
3. Restin af rjómanum er þeyttur og hrært varlega saman við súkkulaðiblönduna. Passa þarf vel að súkkulaðiblandan sé ekki heit!

Fersk ber (ég notaði, hindber, bláber og jarðaber)

Samsetning:
1.Maregns er brotin í bita og settur neðst í glasið.
2.Næst fer lag af Khalúa súkkulaðimús ofaná.
3. Lag af berjum.
4. Hvít súkkulaðimús
5. Skreytt með berjum
6. Skrauti stungið ofaní

aramot

Að lokum vil ég óska ykkur öllum Gleðilegs nýs árs. Hafið það sem allra best á nýju ári 🙂

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.