Amigurumi panda

Amigurumi panda

Fyrir tæpum fjórum árum lærði ég að hekla amigurumi eftir að hafa horft á óteljandi Youtube video og skoðað alls konar uppskriftir. Í dag hef ég gert fjöldan allan af alls konar fígúrum, óróum og vagnaskrauti. Í síðustu viku krúttaði ég hreinlega yfir mig þegar kemur að amigurumi. Þá eignaðist ég litla systurdóttur sem gengur undir gælunafninu Panda og því var ekkert annað í stöðunni en að hekla eina pöndu fyrir hana. Ég keypti uppskriftina á Etsy en þar er hægt að finna fjöldan allan af fallegum amigurumi uppskriftum.

 

Það er ótrúleg vinna sem fer í einn svona bangsa eins og alla aðra handavinnu. Það þarf að hekla frekar fast og þétt svo fyllingin inn í fari ekki í gegn um lykkjurnar. Ég nota alltaf bómullargarn þegar ég hekla amigurumi en það fæst t.d. í A4, Söstrene Grene og Föndru. Fyllingin inn í færst þar sömuleiðis.

 

 

Hægt er að kaupa alls konar heklað amigurumi af mér og systur minni á RÓ heklvörum á Facebook.

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.