Allir fá þá eitthvað fallegt – Gjafakarfa fyrir herrann

Allir fá þá eitthvað fallegt – Gjafakarfa fyrir herrann

samstarf2Í gegnum tíðina hefur mér alltaf þótt lang erfiðast að finna gjöf handa bæði pabba og unnustanum. Ég hef yfirleitt verið að finna eitthvað á síðustu dögunum fyrir jól þar sem mér hefur aldrei fundist neitt nógu gott.  Ég veit ekki af hverju mér datt ekki fyrr í hug að setja bara saman fallega gjafakörfu handa þeim með hlutum sem þeir elska.

Ég ákvað því að setja saman fallega gjafakörfu sem mér þykir tilvalin fyrir herrann og deila með ykkur.

img_7005Skyrta: 
Skyrta er eitthvað sem flest allir karlmenn nota mikið, því er tilvalið að setja fallega skyrtu í pakkann. Ég  fór í Selected og fann þessa fallegu ljósbláu skyrtu sem mér þykir klassísk, flott og henta öllum.  

20161220_172611Viskí og viskíglös:
Ef það er eitthvað sem minn herra elskar þá er það gott viskí! Ég valdi fyrir hann Chivas regal 18 ára.
En það er ekki hægt að bjóða herranum upp á flott viskí nema bera það fram í fallegum viskíglösum,  í Epal fann ég ofsalega falleg viskíglös frá Ittala og fannst þau of falleg til að sleppa þeim. 

img_7010Hárvörur: 
Flestir karlmenn nota vörur í hárið eins og gel, vax eða sprey. Í gjafakörfuna setti ég Triple X gel frá Keune. Þetta gel er tilvalið í að móta hárið fallega og gefa því fallegan glans. Keune vörurnar fást í Hárrétt.

img_7018-1
Vonandi gefur þetta ykkur hugmynd að fallegri gjöf fyrir herrann ykkar.

Gleðileg Jól

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.