Æðislegar brownies

Æðislegar brownies

Þessar súkkulaði brownies eru alveg brjálæðislega góðar. Mæli með að þið prófið þær.

200gr. Súkkulaði
175gr. Smjör
325gr. Sykur
130gr. Kornax hveiti
3 stk. Egg
Flórsykur
Sjávarsalt

1.Smjör og súkkulaði brætt yfir vatnsbaði.
2.Sykri hrært saman við súkkulaðiblönduna.
3.Hveiti sigtað og hrært saman við.
4. Að lokum eru egg slegin saman og svo hrærð saman við degið.
5.Stórt eldfast mót smurt og bökunarpappír settur í botninn.
6.Bakað við 170° í ca 30 mín eða þar til pinni kemur hreinn uppúr.
7. Sjávarsalti stráð yfir og svo skreytt með flórsykri.

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.