Aðventan mín er hafin

Aðventan mín er hafin

 

 

Ég hef alltaf búið til minn eigin aðventukrans ásamt því að hafa föndrað viðburðardagatal handa fjölskyldunni.
Í ár var því engin undantekning.

Viðburðardagatalið er alltaf heimagert og í hverjum glugga er eitthvað sem við getum gert saman. Það getur verið allt frá því að hlusta á jólalög og lita jólamyndir, setja upp jólaskraut, baka smákökur, fá sér smákökur í morgunmat, fara út að renna með heitt kakó í brúsa, fara í jólaljósarúnt og margt fleira.
Dóttir mín, 12 ára þekkir ekkert annað og það sem mikilvægara er, hún myndi aldrei samþykkja neitt annað.
Í ár var jóladagatalið búið til svona.
Grindina fékk ég í Söstrene Grene fyrir nokkrum árum og hefur hún þjónað ýmsum hlutverkum á heimilinu. Klemmurnar eru úr A4 og voru keyptar núna í nóvember á um 1.990kr. Það voru bæði til gylltar og silfraðar og eru tölustafir framan á þeim merktir 1-24.

 

Síðustu ár hafa dagatölin okkar verið mismunandi í útliti, en hér eru nokkrar uppsetningar á þeim.

 

 

 

Aðventukransinn okkar í ár er gerður af okkur mæðgum.
Oftast er fyrstu glugginn í viðburðardagatalinu að gera aðventukransinn saman og var það svo í ár.
Hér notuðum við oasis kubb og skreyttum með greni, eycalyptus og gerviberjum. Við erum mjög ánægðar með útkomuna og er hann virkilega fallegur á borði.

 

En þið finnið meira um þetta á instagraminu mínu!

Facebook Comments
Linda Sæberg

Linda er 36 ára gömul, unnusta og tveggja barna móðir, með gráður í félagsráðgjöf og lýðheilsuvísindum. Hún er tilfinninganæmt fiðrildi sem veit ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór en rekur verslunina Unalome ásamt öðru. Stundar jóga og hefur miklar unun af andlegum málefnum. Elskar að ferðast, skapa og njóta, gleðst yfir góðu kaffi og súkkulaði og er interior elskandi.