9 mánuðir heilsumiðstöð og ljósmæðrasetur

9 mánuðir heilsumiðstöð og ljósmæðrasetur

img_8867-2

Það var slegið á létta stengi við opnunina

9 mánuðir heilsumiðstöð og ljósmæðrasetur voru að flytja í glænýtt og glæsilegt húsnæði að Hlíðasmára 10 Kópavogi. Nú er aðgengi töluvert betra en í gamla húsnæðinu því gengið er beint inn frá bílastæðunum en ekki upp á 3. hæð eins og áður.

img_8868

Elín Arna Gunnarsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir ljósmæður og eigendur 9 mánaða glaðar og ánægðar þegar nýja húsnæðið var tekið í notkun

img_8869-2

Meðferðaraðilar 9 mánaða ánægðar með nýja húsnæðið

Hjá 9 mánuðum ljósmæðrasetri er boðið uppá fjölbreytta þjónustu en má þar helst nefna 3D/4D sónarskoðun sem er nýr mögleiki fyrir verðandi foreldra. Þessi tækni er langt framar hefðbundinni tvívíddartækni hvað varðar skýrleika og myndgæði. Þrívíddin gefur dýpt í myndirnar og fjórvíddin þýðir að hreyfingunum er bætt við, það er að segja, hreyfingar barnsins sjást í þrívídd. Foreldrar fá myndir af barninu á pappír og einnig á USB lykli.

Einnig er hægt að fara í tvívíddarsónar sem býður uppá hefðbundnar svart/hvítar tvívíddarmyndir líkt og í 12 og 20 vikna sónarskoðun. Nú með nýju sónartæki GE Voluson E6 (árg.2015) er hægt að bjóða uppá hreyfimyndir í tvívídd.

Í tvívíddarsónar er hægt að: 

• Sjá stellingu barnsins og hreyfingar

• Sjá og  heyra hjartslátt

• Sjá kyn ef þess er óskað (svo framarlega að lega barnsins sé þannig að hægt sé að sjá)

img_8870-2

Mikil vinna hefur verið lögð í að gera nýtt húsnæði 9 mánaða glæsilegt eins og sést á þessari mynd

Hjá 9 mánuðum er boðið upp á fæðingarundirbúning fyrir verðandi foreldra.

 Á námskeiðunum er lögð áhersla á:

  • Fæðinguna t.d. mismunandi fæðingarstellingar, öndunartækni, nudd, slökun sem og aðrar verkjameðferðir

  • Efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra

  • Umönnun nýfædda barnsins og fyrstu dagana í lífi þess

 Markmið með námskeiðinu er

  • Að verðandi foreldrar öðlist hagnýta þekkingu á fæðingunni og getið valið á milli ýmissa valkosta sem upp koma í fæðingu, t.d. mismunandi fæðingastellinga, verkjameðferða o.fl.

  • Að  efla sjálfsöryggi og sjálfshjálp verðandi foreldra

  • Að fræða foreldra um nýfædda barnið og fyrstu dagana í lífi þess

Einnig er boðið upp á brjóstagjafanámskeið og námskeið fyrir verðandi foreldra sem hjálpar þeim að undirbúa þær breytingar sem verða í parsambandinu við að verða foreldrar.

img_8875-2

Hjá 9 mánuðum heilsumiðstöð er boðið upp á nálastungur og fjölbreyttar nuddmeðferðir fyrir bæði konur og karla, unga sem aldna.

Til eru fjöldamargar gerðir af nuddi, sem hverri og einni er ætlað að mæta þörfum nuddþegans. Má þar nefna klassískt nudd, heildrænt nudd, sogæða nudd, orkubrauta nudd, þrýstipunkta nudd, austurlenskt nudd, andlitsnudd og íþróttanudd svo eitthvað sé nefnt.

Meðgöngunudd er góður valkostur. Eitthvað það besta sem barnshafandi kona getur veitt sér er að fara reglulega í nudd á meðgöngunni. Konur geta komið í meðgöngunudd alla meðgönguna þó algengasti tíminn sé eftir viku 20 þegar kúlan er byrjuð að stækka og litla krílið að þyngjast. Breyting á likamsstöðu konunnar ásamt þyngdaraukningu gera það að verkum að barnshafandi kona beitir sér öðruvísi en ella og við það er mjög algengt að komi fram verkir frá stoðkerfi.
Þeim mun betur sem konan þekkir líkama sinn og í þeim mun betra formi sem hún er í á hún auðveldara með að takast á við fæðinguna og að jafna sig að henni lokinni.

Meðgöngunudd er eins og önnur nuddform unnið á heildrænan hátt í samvinnu við konuna. Tekið er tillit til þarfa hverrar konu fyrir sig, en algengustu álagssvæði á meðgöngu eru axlir, brjóstbak, mjóbak, svæði mjaðmagrindar og kálfar. Nuddið er þétt og losandi og hjálpar sogæðakerfinu sem sér um flutning millifrumuvökva, til að skila sínu hlutverki, en oft fá konur meðgöngutengdan bjúg þar sem aukið álag er á sogæðakerfið.

 Hjá 9 mánuðum er boðið er uppá sérstakan meðgöngubekk sem gerir barnshafandi konum kleift að liggja á maganum, með stuðning undir kúluna, sem hentar alla meðgönguna.

img_8871-2

 Nálastungur hafa verið notaðar í þúsundir ára og fela í sér að leggja áherslu á ákveðna punkta á líkamanum til að efla heilsu og vellíðan.

Hjá 9 mánuðum eru ýmsir meðferðarmöguleikar eru í boði. Dæmi um það sem hægt er að vinna með er:

Ógleði

Grindarverki og/eða lífbeinsverki

Svefnleysi

Bjúg

Kvíða og óróleika

Fótaóeirð

Karpal Tunnel (doða í höndum)

Einnig er í boði að koma í undirbúningsnálar þar sem stungið er á ákveðna punkta sem eru mild örvun og slökun. Þessi meðferð er í boði frá viku 36 og fram að fæðingu. 

Helsti ávinningur af nálastungumeðferð á meðgöngu er slökunin sem konur finna eftir meðferð og minni einkenni þeirra kvilla sem verið er að meðhöndla.

img_8873-2

Ég hef farið reglulega í nuddmeðferðir hjá 9 mánuðum í meira en 10 ár eða síðan ég var ófrísk af miðju barninu mínu og hef alltaf verið alveg ótrúlega ánægð. Ég get því hiklaust mælt með því að þið prófið ef þið hafið ekki gert það nú þegar! Það er alls ekki eingöngu fyrir ófrískar konur að fara í nudd hjá 9 mánuðum, hentar fyrir allan aldur og bæði konur og karla.

Einnig fórum við í þrívíddarsónar hjá þeim á einni meðgöngunni sem var virkilega skemmtileg upplifun. Það er svolítið eins og fá að kíkja í pakkann fyrir jól, við fengum mjög skýrar myndir af dömunni okkar sem sýndi okkur alveg hvernig hún leit út. Ég fann að eftir sónarinn átti ég auðveldara með að tengjast henni og það varð einhvernveginn raunverulegra að það væri að koma nýr meðlimur í fjölskylduna.

Allar upplýsingar um 9 mánuði er að finna á heimasíðunni þeirra:

9manudir.is

14907129_10211174788624678_7119449459813603063_n

Facebook Comments