58 kg léttari “hvað gerðir þú”?

58 kg léttari “hvað gerðir þú”?

Eftir lífstílsbreytingu fæ ég oft spurninguna “hvað gerðir þú”?

Svarið mitt er að gefast aldrei upp sama hversu erfitt þetta getur verið að minna sjálfan mig reglulega á það að halda alltaf áfram.

Það eru til svo margir möguleikar í dag svo það þarf að prufa sig áfram til þess að finna hvað hentar hverjum og einum.

Að mínu mati eru alvöru sigurvegarar þeir sem halda áfram þó það séu fimm eða fleiri misheppnaðar tilraunir til betri heilsu. Ég er búinn að prufa ýmsar leiðir í lífstílsbreytingum. Ég ætti í raun að fá verðlaun fyrir það hversu margar þær eru. En það er akkúrat það sem hentaði mér. Þetta er mjög einstaklingsbundið, það sem hentar mér, hentar ekki endilega fyrir siggu frænku .

Ég komst að því að fyrir mig var ekki nóg að taka bara til í ísskápnum og græja ræktartöskuna til þess að sjá árangur. Ég þurfti að byrja á rækta sál, hjarta og hugarfarið með því að komast að rótum vandans og spyrja sjálfan mig. ” Af hverju var ég að koma svona illa fram við minn eigin líkama? Ég þurfti virkilega mikinn skell í líf mitt til þess að átta mig á því að núna væri ekki annað í boði en að fara hugsa vel um þennan líkama sem ég lifði í.

Ég lá upp í rúmi með allt dregið fyrir og fann enga tilfinnginu í fótunum. Ég hélt að núna væri þetta stóra MS kast komið og að núna biði hjólastólinn eftir mér, sem er þessi klassíska mynd af MS sjúkdóminum sem ég var búin að hræðast.

Ég var búin að vinna yfir mig, var í sambandi sem gjörsamlega gerði útaf við mig, það að ganga með stelpuna mína tok mikið á likamann minn var búið að vera mikið álag þar sem ég fór í þrjár sterameðferðir til þess að stoppa nýjar skellur í heila á síðustu mánuðum. Með öllu þessu stressi og vanlíðan var ég líka að borða alltof mikið.

Ég byrjaði á því að skrifa niður tilfinningarnar sem ég hafði fyrir og eftir að ég borðaði og hvað ég væri að borða. Eftir 3 .vikur skoðaði ég svo matar- og tilfinninga skýrslur og þarna var svarið! Ég var að borða neikvæðar tilfinningar í burtu, ef mér var illt þá borðaði ég, ef ég var leið þá borðaði ég og oftast var það sama fæðutegund sem ég var að sækjast í og borðaði alltof of mikið af því.

Glúten er mitt “drug” svo ég tók það út og fór frekar að díla við tilfinningar og horfast í augu við vandamálið. Það er lykillinn að því að loksins tókst mér að breyta um lífsstíl. Þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti að byrja á að byggja mig upp að innan frá fóru hlutirnir að gerast.

Lykilllinn hjá mér var að átta mig á vandanum og breyta daglegum venjum með litlum markmiðum og einu skrefi í einu.

Hreyfing spilar líka rosalega mikið inn í mitt líf í dag, en til að byrja með var ég með mjög litla orku, mikla verki og óstöðug í fótum og var með nánast ekkert jafnvægi að völdum MS sjúkdómsins þegar ég labbaði fyrst inn í líkamsræktarstöð. Þrátt fyrir það mætti ég og gerði mitt besta. Það sem byrjaði á 5. mín á hjóli fóru upp í 10. mín og núna tekk ég góðar æfingar sem ná yfir 60 mín.

Ekki gefast upp. Mitt aðalráð fyrir fólk sem langar að koma sér af stað og fara að huga að heilsu er að ekki gefast upp þótt eitthvað virki ekki. Þrátt fyrir að það komi slæmur dagur, slæm vika, mánuður. Það eru alvöru sigurvegarar sem halda áfram þó það taki nokkrar vikur, mánuði, ár að komast þangað sem þig langar að komast.

 

Eitt og hálft ár, 58 kg léttari og andlega sterkari en ég hef nokkurn tíma verið.

Þetta er sagan mín eða réttara sagt, upphafið að minni sögu því henni er alls ekki lokið.

Ég ætla að deila með ykkur æfingum og mataræði og hugsunum sem hjálpa mér að halda mér við efnið því ég hef gert mér grein fyrir því að ég er minn eigin gæfusmiður!

Eva

Hægt er að fylgjast með mér á instagram Adventuresofus2

Facebook Comments