4 ára hafmeyjuafmæli

4 ára hafmeyjuafmæli


Yndislega stóra stelpan okkar hún Anna Hrafnhildur varð 4 ára 1.júlí. Hún var búin að bíða svo lengi eftir afmælinu sínu og var fyrir mörgum mánuðum búin að biðja um hafmeyju afmæli. Ég gerði því mitt besta í að gera fallegt hafmeyju afmæli fyrir hana.

4 ára afmælisstelpa

Allt skrautið var úr Partývörur, get svo sannarlega mælt með þjónustunni þar. Þær mæðgur eru með fullt að skemmtilegum hugmyndum og hjálpa manni að útfæra veisluna eins og maður vill. Ég var ekki alveg 100% ákveðin með litina og fékk mjög góða aðstoð að para saman skemmtilega liti. Hér getið þið skoðað úrvalið hjá þeim.

Ég gerði allar veitingar sjálf með hjálp frá dásamlega manninum mínum en allar þessar veitingar er hægt að fá í Sætar syndir  þar sem ég vinn. 

Marengsstafurinn frægi er eitt af því sem alltaf klárast!

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.