10 bökunarráð sem gott er að hafa í huga : Partur 2

10 bökunarráð sem gott er að hafa í huga : Partur 2

Hér koma næstu 10 bökunarráð:

1.Ef þú ætlar að nota súkkulaðibita, rúsinur eða annað í köku eða muffins, veltu þeim upp úr hveiti áður en þú setur það í deigið. Það kemur í veg fyrir að það sökkvi á botninn.
2.Ef þú lendir í því að það fer eggjaskurn með þegar þú brýtur eggið bleyttu þá fingurinn til að auðvelda þér að ná skurninni uppúr.
3.Það að nota vigt í staðinn fyrir mæliglas skilar þér betri árangri í bakstrinum.
4.Ef þú ætlar að baka súkkulaðibitakökur kældu deigið áður en þú bakar það, þá eru minni líkur á því að kakan breiði of mikið úr sér.
5.Ef á að geyma súkkulaðibitakökur er gott að setja brauðsneið með í pokann/boxið til þess að koma í veg fyrir að kökurnar harðni.
6.Best er að þeyta rjóma þegar hann er ísskaldur.
7.Til þess að koma í veg fyrir að kaka þorni þar sem búið að er skera sneið úr henni er hægt að festa brauðsneið á sárið með tannstöngli, það kemur í veg fyrir að endarnir þorni.
8.Ef í uppskriftinni segir að það eigi að vera súrmjólk og þú átt einungis mjólk getur þú sett 1 tsk. edik eða sítrónusafa út í mjólkina og notað í staðinn. Passa þarf að leyfa þessu að standa í 5 mín. áður en þessu er bætt útí.
9.Hægt er að nota óbragðbættan tannþráð eða tvinna til þess að skera botna í sundur.
10.Best er að hafa eggjahvítur við stofuhita ef á að stífþeyta þær.

Þið getið fylgst með mér á snappinu: 

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.