YNJUR X LANCÓME: GJAFALEIKUR!

YNJUR X LANCÓME: GJAFALEIKUR!

Í samstarfi við Lancóme á Íslandi langar okkur hjá Ynjum að gleðja tvo lesendur okkar. Leikurinn er í tilefni þess að í vikunni komu á markað nýjungar í Energie de vie línunni frá merkinu sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Ástu.

Línan er í rauninni “kokteill gegn þreytu” með 100% uppruna úr jurtaríkinu og innihaldsefnin sérvalin til þess að gefa húðinni orku, hafa róandi og mýkjandi eiginleika, vera andoxandi og bólgueyðandi. Að auki er mikil áhersla lögð á að línan gefi mikinn raka!

 Energie de vie línan inniheldur nú þegar nokkrar vörur, m.a. næturmaskann vinsæla og stjörnuvöru línunnar, Liquid Care sem endurnærir húðina, gefur henni vítamín og “boost” sem frískar uppá hana.

Þær nýjungar sem merkið kynnir til leiks núna eru tveir maskar til viðbótar ásamt augngeli!

 

DETOX maskinn! Mjúkur og kremaður leirmaski sem minnkar opnar húðholur, hreinsar óhreinindi í burtu og skilur húðina eftir ótrúlega hreina og ferska. Þennan maska á að nota 2x í viku fyrir bestu niðurstöðurnar! Maskinn bráðnar á húðinni, harðnar lítið og ótrúlega auðvelt að þvo hann af.
KORNA maskinn! 2-in-1 rakagefandi og hreinsandi maski sem er fullkominn fyrir húð sem er þreytt og grá, þarfnast ljóma og meiri ferskleika. Maskinn inniheldur lítil korn úr sítrónuhýði og jojoba perlum sem gefa húðinni bjartara útlit og mjúka tilfinningu. Eins og leirmaskann á að nota þennan maska 2x í viku fyrir bestann árangur og upplagt að nota þá saman sem 2ja þrepa maska dekur!
AUGNGEL sem eykur ljóma og gefur kælingu! Já takk! Á stútinum eru þrjár stálkúlur sem kæla og vinna gegn þreytumerkjum um leið og þær dreifa úr gelinu sjálfu á augnsvæðið. Gelið mýkir fínar línur, dregur úr þrota og minnkar dökka bauga!
Leikurinn er ótrúlega einfaldur! Þú setur inn athugasemd við þessa færslu á Facebook síðu Ynja (sjá hér) og Lancóme á Íslandi (sjá hér), merkir vini/vinkonur (eitt nafn í hverja athugasemd) og heppnin gæti orðið með ykkur!
Við gefum allar nýjungarnar ásamt andlitskreminu og næturmaskanum úr línunni. Fyrir þann sem er merktur er glæsilegt andlitskrem og augnkrem úr Visionare línunni frá merkinu í verðlaun!

 

Það er til mikils að vinna! Drögum út heppna vinningshafa á öðrum sunnudegi aðventu, þann 10.desember 🙂

 

 

Facebook Comments