Energie de vie: Nýjungar!

Energie de vie: Nýjungar!

Skömmu fyrir jól komu nokkrar frábærar nýjungar í Energie de vie línuna frá stórmerkinu Lancóme. Ég var svo heppin að fá að prófa tvo nýja maska ásamt dásamlegu augngeli.

Línan er í rauninni “kokteill gegn þreytu” með 100% uppruna úr jurtaríkinu og innihaldsefnin sérvalin til þess að gefa húðinni orku, hafa róandi og mýkjandi eiginleika, vera andoxandi og bólgueyðandi. Að auki er mikil áhersla lögð á að línan gefi mikinn raka!

 Energie de vie línan inniheldur nú þegar nokkrar vörur, m.a. næturmaskann vinsæla og stjörnuvöru línunnar, Liquid Care sem endurnærir húðina, gefur henni vítamín og “boost” sem frískar uppá hana.

Þær nýjungar sem merkið kynnir til leiks núna eru tveir maskar til viðbótar ásamt augngeli!

 

DETOX maskinn! Mjúkur og kremaður leirmaski sem minnkar opnar húðholur, hreinsar óhreinindi í burtu og skilur húðina eftir ótrúlega hreina og ferska. Þennan maska á að nota 2x í viku fyrir bestu niðurstöðurnar! Maskinn bráðnar á húðinni, harðnar lítið og ótrúlega auðvelt að þvo hann af. Maskinn er í senn mjög mildur, ég finn ekki mikið fyrir því að hafa hann á mér (enginn sviði eða kláði til dæmis) en um leið mjög öflugur hreinsimaski. Tveir frábærir kostir í sama maskanum!
Hentar öllum húðtýpum nema hugsanlega þeim allra,allra viðkvæmustu.
KORNA maskinn! 2-in-1 rakagefandi og hreinsandi maski sem er fullkominn fyrir húð sem er þreytt og grá, þarfnast ljóma og meiri ferskleika. Maskinn inniheldur lítil korn úr sítrónuhýði og jojoba perlum sem gefa húðinni bjartara útlit og mjúka tilfinningu. Eins og leirmaskann á að nota þennan maska 2x í viku fyrir bestann árangur og upplagt að nota þá saman sem 2ja þrepa maska dekur!
Maskinn gefur kælandi tilfinningu þegar maður setur hann á, mér kitlar örlítið í húðinni þegar maskinn er nýkominn á og hann hefur sérstakann ilm sem skýrist af innihaldsefnunum.
AUGNGEL sem eykur ljóma og gefur kælingu! Já takk! Á stútinum eru þrjár stálkúlur sem kæla og vinna gegn þreytumerkjum um leið og þær dreifa úr gelinu sjálfu á augnsvæðið. Gelið mýkir fínar línur, dregur úr þrota og minnkar dökka bauga! Ég nota gelið bæði kvölds og morgna, hef ekki sleppt úr degi og elska það!

Línan í heild sinni hentar öllum húðtýpum, þær allra viðkvæmustu gætu þurft að prufa sig áfram með maskana en augngelið hentar öllum!
Vörurnar fást í Hagkaup og apótekum Lyfju ásamt fleiri sölustöðum um land allt!

 

Facebook Comments