Ynjur mæla með – Kátt á Klambra 30. júlí

Ynjur mæla með – Kátt á Klambra 30. júlí
Næstkomandi sunnudag 30. júlí frá kl. 11-17 verður haldin skemmtileg fjölskylduhátíð á Klambratúni, Kátt á Klambra. Þetta er í annað sinn sem þessi hátíð er haldin en í ár verður dagskráin enn flottari og fjölbreyttari afþreying í boði.

Markmið hátíðarinnar er að bjóða börnum og fullorðnum upp á skemmtun og fróðleik á grænu svæði í Reykjavík með fjölbreyttum menningar- og listviðburðum. Svæðið er hannað með þarfir barna og ungbarna í huga en boðið verður upp á skiptiaðstöðu, svæði til brjóstagjafar í næði, ungbarnanudd og svo mætti lengi telja. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi!

Meðal þess sem verður í boði er hjólabrettakennsla, beatboxkennsla, töframaður, andlitsmálning, tattoo, föndurtjald sem hægt verður að föndra grímur og annað, jóga, dans af ýmsu toga,
gróðursetningarnámskeið, ritlistarsmiðja hjá Viktoríu Blöndal og Kött Grá Pje, Ígló Indi ætlar að standa fyrir taupokamálningu og Trópí ætlar að bjóða upp á endurvinnslusmiðju
Á sviði verður einnig flott dagskrá þar sem meðal annars Emmsjé Gauti, Hildur og Sirkus Íslands koma fram. Á svæðinu verður einnig hægt að kaupa fjölbreytt úrval af mat og hressingu.

Miðinn á þennan skemmtilega viðburð kostar aðeins 1.200 kr, eða fjórir miðar á 4.000 kr og er ÖLL afþreying innifalin í miðaverðinu, miðar fást á tix.is. Frítt er inn fyrir 3ja ára og yngri.

 

Veðurspáin fyrir sunnudaginn er mjög góð og því er alveg tilvalið að taka með sér piknik teppið og njóta dagsins í botn í faðmi fjölskyldunnar.

 

Hér má sjá viðburðurinn um hátíðina á Facebook.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Facebook Comments