Vor dressið

Vor dressið

Færslan er unnin í samstarfi við Bestseller

Ég skellti mér í smá ferð í Kringluna á miðnæturopnun á fimmtudaginn og skoðaði nýju vörurnar í Name it. Ég valdi mér fallegt vor outfit á dóttur mína og ætla að sýna ykkur myndir.

Það eru margir að fara í fermingar og önnur boð í kringum páskana svo mér finnst kjörið að deila þessu dressi með ykkur. Það samanstendur af þessu æðislega pilsi sem ég kolféll fyrir, það er ljós ferskjulitað og hægt að nota það bæði sparí og hversdags. (Pilsið fæst einnig í fleiri litum.)
Ég valdi mér svo hvítan plain síðerma bol og hvítar sokkabuxur með glimmeri í við.

Pils: 3490 kr.
Bolur: 1990 kr.
Sokkabuxur með glimmeri: 1490 kr.

 

Þetta dress á eftir að vera mikið notað. <3

Gleðilega páska!

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku