Vikumatseðillinn 28. nóv – 4.des.

Vikumatseðillinn 28. nóv – 4.des.

Mánudagur

img_7627-2

Kalkúnasamloka

Nú ef ykkur langar í eitthvað hrikalega gott þá get ég sagt ykkur að þessi kalkúnasamloka er alveg geggjuð! En ef þið eigið kjúkling er hún alveg jafn góð með honum og tilvalið að nýta afgang.

Uppskrift

Kalkúnabringa

2 sneiðar af súrdeigsbrauði

Ferskt kál

Guacamole

Grænt pestó

Maribo ostur

Hráskinka

Fetaostur

Setjið smjörklípu á pönnu og hitið að miðlungshita. Setjið brauðið á pönnuna með pestóinu og ostinum yfir og grillið brauðið þar til það er farið að brúnast og osturinn að bráðna. Hitið kalkúnabringuna á pönnunni ef þið viljið. Setjið allt hráefnið á milli og njótið!

Í okkar guacamole er:

2 stór avókadó

hvítlauksgeiri

1/2 lime (safinn)

salt og pipar

Blandið öllu saman í blandara eða með töfrasprota þar til allt er orðið mjúkt og fínt.

Þriðjudagur

12645135_505460622912475_3728202588803676344_n

Fiskibollur

Þessi réttur er klassískur íslenskur heimilismatur og ég kaupi tilbúnar fiskibollur í fiskbúðinni og hita þær í ofni við 180 gr. í um 30 mín.

Ég sker niður kartöflur og set á bökunarplötu, set smá ólífuolíu yfir, salt og pipar og baka í ofni á 190 gráðum í 45 mín. Ber þetta svo fram með bræddu íslensku smjöri og hrásalati.

Miðvikudagur

img_0012

Ofurhristingur

Suma daga nenni ég ekki að elda og ég mæli klárlega með því að taka sér frí frá eldamennsku einn dag í viku og fá sér eitthvað fljótlegt og létt.

Í þessum ofurhristingi er:

2 dl. möndlumjólk

1 banani

2 dl. frosin jarðaber

2 msk tröllahafrar

2 msk chia fræ

1/2 msk kókosolía

Öllu blandað saman í blandara og skellt í fallegt glas. Uppskriftin dugar fyrir tvö glös svo þú getur deilt gleðinni með þér. Mjólkina getur þú líka haft að eigin vali, þó ég noti möndlumjólk er hægt að nota kókosmjólk, ab mjólk eða jafnvel skyr og setja þá smá vatn á móti. Það er ótrúlega sniðugt að nota trefjar eins og haframjöl eða fræ með hristingum, það fær meltinguna til að vinna betur og við fáum góð næringarefni með þeim.

Fimmtudagur

img_3425

Sítrónu kjúklingur

Sítrónur eru eitt það skemmtilegasta sem ég nota í matargerð. Það er hægt að gera svo margt úr þeim og þær gefa alltaf svo sætt en súrt bragð sem ég elska!

Þessi uppskrift er einföld og fljótleg en útkoman er mjög ljúffeng.

Uppskrift:

Kjúklingalæri og leggir

2-3 sítrónur

Ferskt timijan krydd

Góð ólífuolía

3 hvítlausrif

Eðal kjúklingakrydd

Sjávarsalt

Aðferð:

Setjið kjúklinginn í stóra skál og kreistið eina sítrónu yfir. Kryddið með Eðal kjúklingakryddi frá Pottagöldrum, sjávarsalti og setjið vel af ólífuolíu yfir. Leyfið kjúklingnum að marinerast aðeins í blöndunni og setjið hann svo í eldfast mót.
Setjið timijan greinar og niðurskorna sítrónusneiðar yfir ásamt hvítlauknum. Eldið i ofni í um 30 mínútur við 190 gráðu hita.

Skerið niður sæta kartöflu í þykka strimla og setjið á bökunarpappír eða á sílikon mottu. Kryddið með salti og pipar og hellið smá af góðri ólífuolíu yfir. Bakið í ofni fyrir ofan kjúklinginn í 30-40 mín.

Föstudagur

img_6569-2

Vefjur með avókadó og hnetusósu

Það er svo þæginlegt að skella í hollar og góðar vefjur. Þessar eru brakandi ferskar og ótrúlega bragðgóðar. Sniðugt er að nýta afgang af kjúkling í svona vefjur og auðvitað getur hver og einn búið til sína uppáhalds útgáfu.

Hér getið þið fundið uppskriftina af vefjunum og hnetusósunni:

Laugardagur

IMG_2902 (1)

Pasta með spínati og parmesan

Uppskrift:

1 pakki tagliatelle pasta

1/2 dós beikonsmurostur

1/2 dós hvítlauksrjómaostur

lítill rjómi

nokkrar sneiðar af skinku, niðurskornar

1/2 poki af spínati

salt og pipar

rifinn parmesan ostur

Sjóðið pastað. Setjið á pönnu smurostinn, rjómaostinn og rjómann og bræðið saman á miðlungshita. Setjið skinkuna og spínatið útí og leyfið að malla saman þar til spínatið er orðið mjúkt. Kryddið með salti og pipar og smakkið til.

Setjið svo pasta á disk, hellið sósunni yfir og rífið parmesan ost. Tilbúið á nokkrum mínútum!

Sunnudagur

IMG_2401

Humarsalat með kasjú kurli

Meðalstór humar

Lambhaga salat

Avókadó

Gúrka

Kasjú kurl frá Yndisauka

Steikið humarinn á pönnu, ég nota vel af íslensku smjöri og hvítlauk með. Setjið svo allt grænmetið á disk eða í skál, setjið humarinn yfir og stráið að lokum kasjú kurlinu yfir.

Dressing

1 dós sýrður rjómi

1 msk hlynsíróp

1 tsk dijon sinnep

safi úr 1/2 sítrónu

salt og pipar eftir smekk

Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið. Prófið ykkur áfram og setið salt og pipar eftir ykkar smekk.

Vona að þið getið nýtt ykkur einhverjar hugmyndir til að gera ykkar vikumatseðil.

Njótið vel!

14907129_10211174788624678_7119449459813603063_n

Facebook Comments