Vikumatseðillinn 27. Mars – 2.Apríl

Vikumatseðillinn 27. Mars – 2.Apríl

Hér kemur tillaga að matseðli fyrir vikuna.

Mánudagur – Plokkfiskur

Þriðjudagur- Salsa kjúklingaréttur

Uppskrift hér

Miðvikudagur- Sveppasúpa og nýbakað bollur

Uppskrift hér

Fimmtudagur- Kjúklinga kúrbítspasta
(Ef það er afgangur af sveppasúpunni síðan deginum áður nota ég hana saman við sósuna)

Uppskrift:
4-5 Kjúklingabirngur
4 kúrbítar
1/2 l. Matreiðslurjómi
1 Hvítlauksostur
3 msk. Smurostur (Beikon, skinku eða sveppa)
1 grænmetisteningur
1 pakki sveppir
Salt og pipar

1. Kjúklingur steiktur á pönnu og settur til hliðar (kryddaður).
2. Sveppir steiktir á pönnu og grænmetstening bætt saman við.
3.Matreiðslurjóma, hvítlauksost og smurost bætt á pönnuna og leyft að malla í smá stund.
4. Kúrbítur rifinn niður með ostaskera og settur í form.
5. Sósan smökkuð til, salt og pipar bætt saman við ef þarf.
6.Kjúklingi bætt útí sósuna og sósunni hellt yfir kúrbítinn.

Föstudagur-pizzakvöld

Laugardagur- DIY sushi

Við erum mikið sushi fólk, við nennum samt ekki alltaf að fara all in í sushigerð og höfum því ansi oft DIY Sushi. Þið finnið nánari leiðbeiningar hér

Sunnudagur- Fiskréttur

Mæli með því að þið prófið þessa dásamlegu uppskrift frá Ásdísi.
Uppskrift hér

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.