Ég ætla að deila með ykkur hugmynd af matseðli fyrir vikuna.
Mánudagur: Taco m/ kjúkkling eða hakki (eftir því hvort er til í frystinum) og grænmetinu sem er til í ísskápnum. Þegar ég geri taco finnst mér æði að nota bæði salsa sósu og svo geri ég líka hvíta sósu og ætla að deila með ykkur uppskriftinni af henni:
Hvít sósa á tacos:
ca. 2 msk. Sýrður rjómi
ca. 1 msk Mayones
Aromat
Pönnuköku síróp
Þriðjudagur: Fiskisúpa frá Fylgifiskum í Borgartúni, kaupi fisk til að bæta útí súpuna og hita hana svo sjálf upp heima. Bragðbæti hana stundum ef mér finnst þess þurfa.
Miðvikudagur: Snarl – brauð & jógúrt
Fimmtudagur: Steiktur fiskur, soðnar kartölfur og hrásalat
Föstudagur: Kjúkklingabringur (grillaðar eða í ofni), ferskt salat og piparostasósa.
Piparsósa:
Piparostur bitaður niður,
bræddur í potti ásamt rjóma og kjúkklingakrafti.
Laugardagur: Grillaðir hamborgarar m/ piparosti og baconi, grænmetinu sem ég er í stuði fyrir og piparostahamborgarasósu Krónunnar (þessi sósa er must til að gera “heima hamborgara” góðan)
Sunnudagur: Matur hjá mömmu <3