Vikumatseðill fyrir 16. – 22. janúar

Vikumatseðill fyrir 16. – 22. janúar

Þá er janúar hálfnaður og þriðji mánudagurinn af fimm þessa mánaðar, genginn í garð. Flestir eru komnir í rútínu á ný eftir hátíðarnar og grár hversdagsleikinn tekinn við. En sem betur fer má skreyta hversdagsleikann á ýmsa vegu, til dæmis með góðum mat og góðu skipulagi. Þar kemur vikumatseðillinn inn. Ég setti mér það markmið um áramótin draga úr kjötneyslu og auka neyslu á grænmetisréttum í staðinn. Ef ég kaupi kjöt vil ég að það sé sænskt (er búsett í Svíþjóð, mundi auðvitað kjósa íslenskt á Íslandi), en ég reyni að kaupa mat sem er ,,local” – þ.e. framleiddur á svæðinu hér í kring. En svona lítur vikumatseðillinn hjá mér út þessa vikuna.

 

Mánudagur:

Með einföldu ,,gúggli” fann ég þessa súpu og ætla að prófa hana í kvöld. En mér finnst sniðugt að gera súpu í byrjun vikunar, þar sem þægilegt er að grípa með sér súpuafganga í nesti í skóla eða heimavið í hádeginu.

Þriðjudagur: 

Þessi fiskréttur hjá ljufmeti.com er mjög einfaldur og góður. Frábær þriðjudagsmatur! En mér þykir oft betra að hafa fisk á þriðjudögum en mánudögum, þar sem mánudagar eru oft fiskidagar í leikskólum, skólum og á vinnustöðum.

Miðvikudagur:

Ég geri nokkuð oft svona indverskjan kjúklingabaunarétt, en það eru til margar svipaðar uppskriftir að honum. En hér er að finna mína uppskrift, sem ég geymi í gamla uppskriftasafninu mínu.

Fimmtudagur:

Afgangar. Ef lítið er af afgöngum sýð ég grjónagraut. Hann er alltaf vinsæll á mínu heimili, þó ég sé að vísu ekki brjáluð í hann sjálf. Mér þykir gott að hafa afganga á fimmtudögum þar sem ég reyni yfirleitt að hafa vikuleg þrif á þeim dögum.

Föstudagur:

Heimabökuð pítsa. Síðustu tvö skipti sem ég hef gert pítsu hef ég notað þessa uppskrift frá Bjargeyju, en hún er hrikalega góð. Gott rauðvíns- eða hvítvínsglas er nauðsynlegt með pítsunni á föstudagskvöldum.

Laugardagur:

Á laugardaginn verður maturinn í smá afmælisbúning, en mín hægri hönd á afmæli rétt eftir helgi. Það er eitthvað skemmtilegra við það að halda upp á það á laugardegi, þá er líka meiri tími til eldamennsku. En ætlum að gera heimagerða bernaise sósu með vel völdu sænsku nautakjöti. Sem meðlæti verða ofnsteiktar kartöflur og svona brokkolí.

Sunnudagur:

Snarl og afgangar. Jafnvel eggjakaka með grænmeti og ristað brauð á kantinum. Einfalt og létt!

Eigið góða viku kæru lesendur!

Facebook Comments