Vikumatseðill 9. – 15. Janúar

Vikumatseðill 9. – 15. Janúar

Þá er komið að vikumatseðlinum, ég er ferleg í því að fara eftir því sem ég ákveð að hafa en er viss um að ef ég hef bara nógu góðan mat verður það ekkert mál!

Svona þar til annað kemur í ljós 🙂

Mánudagur: Steiktur fiskur í raspi, soðnar kartelfur, smjör og salat.

Við reynum eins og við getum að hafa fisk amk. 1-2 í viku. Steiktur fiskur er alltaf góður og tilvalin mánudagsmatur.

Þriðjudagur: Pestó og parmesan kjúklingaréttur

Þessi réttur er alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur en samt svo góður!

Uppskrift:
1 pakki úrbeinuð kjúklingalæri
2 krukkur grænt pestó
200gr. kasjúhnetur
1 msk hunang
300gr. Parmesan

1. Kjúklingur settur í eldfast mót.
2.
Pestói smurt yfir allan kjúklinginn ásamt hunangi.
3.
Kasjúhnetum dreift yfir. 
4.
Sett inn í ofn við 200 gráður í ca. 30 – 40 mín. Nokkrum mínútum áður en rétturinn er tekinn út úr ofninum er parmesan ostinum stráð yfir.

Miðvikudagur: Nautasalat

Uppskrift hér

Fimmtudagur:  Afgangar

Það eru eiginlega alltaf einhverjir afgangar í ísskápnum á fimmtudögum og því er tilvalið að hafa einn dag fyrir afganga.

Föstudagur: Lambapottréttur með engifer og tómat
Þessi pottréttur er alveg ótrúlega góður, ég nota yfirleitt lambahjörtu sem eru vel hreinsuð en það er líka gott að nota bara lambagúllas.

Uppskrift:
4-6 lambahjörtu eða 1 pakkning lambagúllas
2 litlar dósir tómatpúrra
1 góður biti af engifer (rifið)
1 stór laukur
1 grænmetis teningur
Salt
Pipar
Hunang

1. Byrja á því að velta hjörtunum upp úr heilhveiti og léttsteiki svo upp úr olíu ásamt lauknum.
2. Helli ca. 700ml af vatni útá ásamt tómatpúrru,  engifer, salt og pipar(eftir smekk), 2-3 msk hunang og grænmetistening.
3. Leyfi að sjóða þar til sósan er orðin þykk, mér finnst oft best að láta þetta malla sem lengst í pottinum. Þá verður pottrétturinn extra góður.
4. Borið fram með soðnum hrísgrjónum

Laugardagur:  DIY SUSHI

Sushi klikkar seint, þetta DIY sushi er fljótlegt og skemmtilegt og henntar mjög vel þegar góðum vinum er boðið í mat.

Uppskrift hér.

Sunnudagur: Risarækju pasta

Ofsalega gott risarækju pasta eftir Jamie Oliver.

Uppskrift hér.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.