Vikumatseðill 6.-12.nóv- Kjötlaust!

Vikumatseðill 6.-12.nóv- Kjötlaust!

Ég tók þá ákvörðun fyrir um það bil tveimur vikum að prófa að hætta neyslu á öllu kjöti. Ástæðurnar voru þær að bæði var ég hætt að njóta kjöts eins mikið og ég gerði, en eins var ég forvitin að sjá hvernig kjötlaust mataræði virkar og prófa nýjar uppskriftir!
Þegar þetta er skrifað (6.nóvember) þá eru komnir 8 alveg kjötlausir dagar (nema ég gleymdi mér í 5mínútur um daginn og borðaði hálfa skinkusneið inní rúnstykki, af gömlum vana!) og mér líður ótrúlega vel. Ég finn ekki meira fyrir hungri en þegar ég borðaði kjöt, meltingin mín er betri og almenn líður mér mjög vel fyrir utan að ég virðist ekki ennþá sakna kjötsins á nokkurn hátt.
Ég ákvað að hafa þetta einfalt til að byrja með, ég geri lítið frá grunni sjálf en er dugleg að kaupa tilbúnar bollur og buff, borða meiri fisk en ég gerði og baunir eru að koma sterkar inn.

Hér koma nokkrar hugmyndir af kjötlausum máltíðum fyrir ykkur sem eru forvitin að prófa eða vantar nýjar hugmyndir á matseðilinn.

Mánudagur:
Líbanskar grænmetisbollur, ofnsteiktar sætar kartöflur og ferskt salat

Þriðjudagur:
Lax í sítrónu, ofnsteikt blómkál og brokkolí ásamt salati

Miðvikudagur:
Fiskitaco, afgangur af laxi settur í vefju með öllu því grænmeti sem þú kýst!
Fimmtudagur:
Grænmetisbuff, kartöflur og salat

Föstudagur:
Sjávarréttapasta og hvítlauksbrauð

Laugardagur:
Grænmetispizza með ætiþislum,rauðlauk og olíu

Sunnudagur:
Gufusoðinn fiskur, ofnsteikt blandað grænmeti og ferskt salat með ólífum og fetaosti

 

Ég hvet ykkur til að prófa meira kjötlaust og víkka sjóndeildarhringinn. Ótrúlega mikið úrval til af góðum og próteinríkum mat úr jurtaríkinu!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.