Vikumatseðill 6. – 12. mars

Vikumatseðill 6. – 12. mars

Það er svo gott að fá hugmyndir að kvöldmat frá öðrum, það finnst mér að minnsta kosti. Aðra hverja viku fæ ég meira að segja heimsendan mat sem passar fyrir 5 uppskriftir til að elda þá vikuna. Þá fær maður hálfgert ,,frí” aðra hverja viku frá því að ákveða hvað á að vera í matinn. En hina vikuna getur maður borðað einfaldan mat eða eldað það sem mann langar til. Frábært skipulag! En hér kemur matseðill vikunar hjá okkur.

 

Mánudagur: Canneloni fyllt með ricotta og spínat. Þetta er eins og fullnæging fyrir bragðlaukana! Uppskrift hér.

Þriðjudagur: Kjötbollur (sænskar), soðnar kartöflur, týtiberjasulta (lingonsylt í IKEA) og brún sósa. Klassískur barnamatur!

Miðvikudagur: Þorskur og saffranhrísgrjón. Sænsk uppskrift sem ég hef ekki prófað áður, set inn uppskrift ef mér líkar rétturinn!

Fimmtudagur: Kjúklingabaunaréttur. Uppskrift hér.

Föstudagur: Heimabökuð pítsa.

Laugardagur: Gúllassúpa. Uppskrift hér.

Sunnudagur: Afgangar.

 

Facebook Comments