Vikumatseðill 30.okt-4.nóv! Hollt og gott og allt glútenlaust

Vikumatseðill 30.okt-4.nóv! Hollt og gott og allt glútenlaust

Mánudagur

Grænmetisbuff og pestósósa (uppskrift fyrir 4)

200 gr smjörbaunir eða kjúklingabaunir (hægt að kaupa þær í dós)
200 gr soðnar kartöflur (hægt að nota sætar)
100 gr ferskt spínat, saxað
100 gr fetaostur, kubbur ekki í olíu (hægt að nota sojaost)
50 gr sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
50 gr nachos mulið
½ tsk karrý
½ tsk cummin duft
1 tsk salt og smá chili explosion

Allt sett í hrærivél, mótið buffin í kúlu og bakið í ofni við 200° í 15-20 mín. Hægt er að skipta kartöflunum út fyrir soðið bankabygg, kínóa eða brún hrísgrjón.

Sósa með grænmetisbuffi

25gr. ferskt basil
25gr. klettasalat
1.stk límóna (bara safinn)
1 stk stórt hvítlauksrif pressað
1 dl. Ólífuolía
25 gr ristaðar furuhnetur (létt ristaðar á pönnu)
35 gr ristaðar kasjú hnetur (létt ristaðar á pönnu)
(hægt er að nota bara aðra hvora hneturnar ef vill)
½ – 1 tsk sjávarsalt

Byrjið á að setja hneturnar í matvinnslvél og létt saxa þær niður takið þær úr matvinnslvélinni  og setjið svo basil og klettasalat og saxið í matvinnsluvélinni ásamt límónusafanum og hvítlauk, hellið ólífuolíunni varlega út í og maukið. Hellið því næst yfir hnetukurlið og bragðbætið með salti.

 

Þriðjudagur 

Sesamfiskur (fyrir 4)

900 gr fiskur, ýsa, þorskur, langa
2 egg
4 dl sesamfræ malað í kvörn (matvinnsluvél)
Tandoori krydd 3 tsk
Karrý 3 tsk
Kóríander duft/krydd 1 tsk
Cummin 1 tsk
Garam masala 1 tsk (Eða bara það indverska krydd sem þú átt og langar í t.d. arabískar nætur frá pottagaldra)
Sesamfræjum og kryddi blandað saman (eins og raspur)
Fiskinum velt upp úr egginu, því næst sesamraspinu og steikt á pönnu
Borðað með kínóa og sósu og grænmeti sem þú átt til  🙂

Sósa:

Sýrður rjómi 1. dós
Karrý ½ tsk
Sætt sinnep 2 tsk
½ tsk hunang
Smá salt

Hrærið fyrst sýrða rjómann og bætið svo restinni út í og hrærið vel

 

Miðvikudagur 

Eggja omiletta með allskonar borð fram með salati. Hægt að nota sýrðan rjóma eða salsa sósu með 

 

Þessi uppskrift miðast við 1 persónu og bara margfalda ef fleiri vilja fá sér, gott er að miða við að grænmetið sé u.þ.b. 1-2dl – 😉

2 stór egg
Sveppir
Laukur
Paprika
1msk rjómaostur

Kjöt að eign vali 1 dl (pepperoni, kjúklingaálegg, kjúklingapulsur…)

Skellið öllu í skál og hrærið hressilega saman, steikið á pönnu og setjið smá af salti og pipar til að bragðbæta. Borðið með salati og sýrðum rjóma ef vill 😉

 

Fimmtudagur 

Mexican fiesta

 

Það sem þú mundir vanalega fá þér í taco , fullt af grænmeti og hakk en nota iceberg salatblað fyrir vefju og sleppa ef þú ert vön að nota osta sósu í dós, en nota salsa, og sýrðan rjóma og heimatilbúið guacamole!

Ég nota kalkúnarhakk eða kjúklinga hakk (fæst í nettó og fjarðarkaup t.d)

 

Föstudagur  

Zuchini Pizza

Mjög auðveld og sjúklega gott

 

 

Einfaldlega skerið Zucchinið niður í litla botna, langsum, eins og sjá má á mynd hér fyrir ofan (ég vel að taka „hýðið af“ fyrst) Ég miða við 2-3 “sneiðar á  man

Setjið Zucchinið inn í ofn á 180 í 6 min – takið út og setjið sykurlausa pizzasósu á og það hráefni sem þið viljið, allt er leyfilegt hér 😉 Stráið osti yfir!

Hvítlauksolía með (steinselja, ólífuolía og hvítlaukur)

Tilvalið að búa til salat með þessu – njótið!

 

 

Facebook Comments