Vikumatseðill 27.Nóvember-3.Desember

Vikumatseðill 27.Nóvember-3.Desember

Nú er komið að hinum vinsæla vikulega matseðli.

Mánudagur:
Fiskréttur, þetta er leti mánudagur og því er keyptur einhver góður fiskréttur úr fiskiborðinu í Krónunni, með fiskinum er svo salat og hrísrjón.

Þriðjudagur:
Taco með hakki, grænmeti og salsasósu.

Miðvikudagur: 
Makkarónugrautur, brauð með kæfu og kalt slátur.

Fimmtudagur:
Heill kjúklingur í ofni með sveppasósu og salati.

Föstudagur: 
Heimargerð pizza.

Laugardagur: 
DIY Sushi
Uppskrift hér!

Sunnudagur:
LasagnaVonandi gefur þetta ykkur einhverjar hugmyndir fyrir vikuna.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 28 ára, trúlofuð Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi 1 árs og Ösku 5 ára labrador tík. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög og eyða tíma með fjölskyldunni.