Vikumatseðill 25.sept-1.okt.

Vikumatseðill 25.sept-1.okt.

Það getur verið gott að fá hugmyndir að mat fyrir vikuna, ég þarf helst að plana flesta daga og versla í það því annars endar það oft með því að maður fer á síðustu stundu út í búð svangur og kaupir einhverja vitleysu. Hér er mín tillaga af vikumatseðli, vonandi gefur hann ykkur einhverjar hugmyndir.

Mánudagur:
Steiktur fiskur í raspi með karteflum, smjöri og salati.  Klassískur mánudagsmatur.

Þriðjudagur:
Satay kjúklingur, hrísgrjón og salat.
Uppskrift hér

Miðvikudagur:
Afgangur af  satay kjúklingum notaður í hrísgrjónanúðlurétt með steiktu grænmeti, eggi og water chestnuts.

Fimmtudagur:
Sveppasúpa og heimagerðar bollur.
Uppskrift hér

 

 

Föstudagur:
Rjómapasta með beikoni og sveppum. Ef það var afgangur af sveppasúpunni nota ég hana í sósuna.

Uppskrift:
500gr. pasta
1 bréf beikon
1 pakki sveppir
1/2 Sveppasmurostur
1/2 Beikonsmurostur
2 msk Rjómaostur
2 grænmetisteningar
Salt og pipar
Afgangur af sveppasúpu (ef var)
500ml. Matreiðslurjómi

1.Pasta soðið
2.Beikon og sveppir steikt á pönnu.
3.Matreiðslurjómi, smurostar, rjómaostur, afgangur af súpu, grænmetisteningar, salt og pipar sett í á pönnuna og látið malla þar til sósan þykknar. Passa að smakka til.
4. Pastað blandað saman við sósuna.
Gott að bera fram með hvítlauksbrauði.

Laugardagur:
Grilluð gæs, sveppasósa, karteflubátar og salat.

Sunnudagur:
Laxatacos með mangósalasa og kóríandersósu.
Uppskrift hér

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 28 ára, trúlofuð Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi 1 árs og Ösku 5 ára labrador tík. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög og eyða tíma með fjölskyldunni.