Vikumatseðill 25.sept-1.okt.

Vikumatseðill 25.sept-1.okt.

Það getur verið gott að fá hugmyndir að mat fyrir vikuna, ég þarf helst að plana flesta daga og versla í það því annars endar það oft með því að maður fer á síðustu stundu út í búð svangur og kaupir einhverja vitleysu. Hér er mín tillaga af vikumatseðli, vonandi gefur hann ykkur einhverjar hugmyndir.

Mánudagur:
Steiktur fiskur í raspi með karteflum, smjöri og salati.  Klassískur mánudagsmatur.

Þriðjudagur:
Satay kjúklingur, hrísgrjón og salat.
Uppskrift hér

Miðvikudagur:
Afgangur af  satay kjúklingum notaður í hrísgrjónanúðlurétt með steiktu grænmeti, eggi og water chestnuts.

Fimmtudagur:
Sveppasúpa og heimagerðar bollur.
Uppskrift hér

 

 

Föstudagur:
Rjómapasta með beikoni og sveppum. Ef það var afgangur af sveppasúpunni nota ég hana í sósuna.

Uppskrift:
500gr. pasta
1 bréf beikon
1 pakki sveppir
1/2 Sveppasmurostur
1/2 Beikonsmurostur
2 msk Rjómaostur
2 grænmetisteningar
Salt og pipar
Afgangur af sveppasúpu (ef var)
500ml. Matreiðslurjómi

1.Pasta soðið
2.Beikon og sveppir steikt á pönnu.
3.Matreiðslurjómi, smurostar, rjómaostur, afgangur af súpu, grænmetisteningar, salt og pipar sett í á pönnuna og látið malla þar til sósan þykknar. Passa að smakka til.
4. Pastað blandað saman við sósuna.
Gott að bera fram með hvítlauksbrauði.

Laugardagur:
Grilluð gæs, sveppasósa, karteflubátar og salat.

Sunnudagur:
Laxatacos með mangósalasa og kóríandersósu.
Uppskrift hér

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.