Vikumatseðill 24. – 30. apríl

Vikumatseðill 24. – 30. apríl

Mánudagur – Pasta í rjómaostasósu

Uppáhalds pastategundin mín er tagliatelle og mér finnst voðalega gott að elda svoleiðis pasta og baða það upp úr rjómaostasósu. Ég er frekar mikill dassari þegar kemur að eldamennsku en ég ætla að reyna að deila með ykkur uppskriftinni af pastaréttinum sem ég geri.

1 dós sveppasmurostur

300 ml matreiðslurjómi (eða mjólk)

hálfur púrrulaukur

2 hvítlauksgeirar

sveppir (ca hálft box)

hálf papirka

grænmetisteningur

salt & pipar

chilikrydd

1 skinkubréf (einnig hægt að hafa beikon og pepparoni)

Pastað soðið samkvæmt leiðbeiningum. Laukar skornir smátt og steiktir upp úr olíu á pönnu. Grænmetið skorið í bita og sett út á. Næst er smurostinum bætt út á pönnuna ásamt rjómanum. Þegar osturinn hefur bráðnað er skinkunni bætt út í ásamt grænmetisteningnum og kryddi. Þegar pastað er tilbúið er vatnið sigtað frá og blanað saman við sósuna. Borið fram ásamt snittubrauði.

 

Þriðjudagur – Mexíkó kjúklingasúpa

1 rauð paprika

hálfur púrrulaukur

2 hvítlauksrif

2 msk karrý

2 flöskur Heinz chili sósa

3 kjúklingabringur

1 matreiðslurjómi

400 gr rjómaostur

500 ml vatn

Paprikan skorin í ræmur, hvítlaukurinn saxaður og púrrulaukur skorinn. Allt steikt á pönnu upp úr olíu, ásamt karrý og svo sett til hliðar. Kjúklingurinn er skorinn í lilta munnbita og steikur á pönnu, kryddið með salt og pipar. Setjið Heinz chili sósu, matreiðslurjóma, rjómaost og vatn saman í pott og látið suðuna koma út. Bætið svo kjúkling og grænmeti saman við og látið sjóða á vægum hita í 10-15 mínútur. Saltið og piprið eftir smekk. Borið fram með hrísgrjónum, nachos og sýrðum rjóma.

Miðvikudagur – Fiskur í ostahjúp

600 g ýsa eða þorskur

1 dl brauðraspur

100 g rifinn ostur

2 hvítlauksrif

2 msk steinselja (fersk eða þurrkuð)

salt og pipar

smjör

Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita og leggið fiskinn í smurt eldfast mót. Kryddið fiskinn með salt og pipar. Blandið saman í skál brauðraspi, rifnum osti, steinselju og smátt skornu hvítlauksrifjum og dreifið yfir fiskinn. Að lokum er smjör skorið með ostaskera og ein “sneið” er sett ofan á hvern fiskbita (það má líka bræða smjör og hella yfir). Bakið í 10 mínútur á 150° en hækkið svo hitann í 200° og bakið í 5 mínútur í viðbót.

Fimmtudagur – Fylltar sætar kartöflur

Þessar eru hrikalega góðar. Góð tilbreyting!

Föstudagur – Heimabökuð pizza

Fastur liður hjá okkur fjölskyldunni.

Laugardagur – Sloppy Joe

Ca. 500 gr. hakk
1 stk laukur
1/2 græn paprika
1/2 rauð paprika
2 dl. tómatsósa
2 msk sætt franskt sinnep
salt og pipar eftir smekk

Steikið hakkið og lauk og papriku síðan bætt út í, steikið í stutta stund. Sósurnar settar saman við og látið malla í 5-7 mínútur. Hakkblandan er síðan sett á hamborgarabrauð ásamt graslaukssósu. Einnig gott að bera fram með hrásalati.

Graslaukssósan:
1 dl sýrður rjómi
1 dl AB mjólk
2 msk graslaukur (saxaður)
salt og pipar eftir smekk

Sunnudagur – Hægeldaður lambahryggur

Ég kaupi gjarnan lambahrygg þegar mig langar að elda lambakjöt. Þessi uppskrift hér er algjörlega skotheld og ég hef notað hann nokkuð oft. Mæli mikið með henni!

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.