Vikumatseðill – 23.-29. október

Vikumatseðill – 23.-29. október

Mánudagur – Fiskur í mangókarrýsósu

Einn uppáhalds fiskrétturinn minn!

 

700 gr fiskur (hef prófað bæði að nota lúðu og þorsk)

1 krukka mango chutney

2 tsk karrý

2 msk kóríander

2 hvítlauksgeirar

grænmetiskraftur

300 ml matreiðslurjómi

Fiskurinn hreinsaður og skorinn í jafna bita. Magno chutney, karrý og matreiðslurjómi sett í pott og hitað. Hvítlaukurinn pressaður og kóríander saxað niður og bætt út í. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn í 1 mín á hvorri hlið. Kryddið með salt og pipar. Setjið fiskinn í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Eldið í 10-12 mínútur við 200°C.

 


Þriðjudagur – Kálbögglar

 

Við fjölskyldan vorum með matjurtargarð í sumar og mér finnst tilvalið að nota uppskeruna í mat eins og kálböggla og grænmeti. Nýtt kjötfars, rófur, hvítkál og gulrætur úr garðinum ásamt íslensku smjöri.


Miðvikudagur – Sloppy Joe

Ca. 500 gr. hakk
1 stk laukur
1/2 græn paprika
1/2 rauð paprika
2 dl. tómatsósa
1-2 msk sætt franskt sinnep
salt og pipar eftir smekk

Laukurinn og paprika saxað smátt og steikt upp úr olíu á lágum hita í nokkrar mínútur. Hakkið sett saman við og steikt. Næst er sósunum bætt við á látið malla stutta stund. Hakkið sett inn í hamborgarabrauð. Gott að hafa ferskt salat með eða hrásalat ásamt heimatilbúinni sósu.

Sósan:
1 dl sýrður rjómi
1 dl AB mjólk
2 msk graslaukur (saxaður)
salt og pipar eftir smekk

 


Fimmtudagur – Súpa og nýbakað brauð

Mér finnst voða gott að hafa súpu og brauð – og ekki skemmir fyrir að hafa nýbakað brauð með. Hér er uppskrift af einu fljótlegu og góðu brauði.

 

600 ml volgt vatn
2 msk sykur
2 msk olía
3 msk þurrger
850 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk salt

 

Blandið saman í skál vatni, sykri, olíu og þurrgeri. Geymið í 10 mínútur. Bætið síðan hveiti, lyftidufti og salti saman við og hnoðið vel saman.
Mótið bollurnar að eigin vali. Ef þið ætlið að baka brauðhleif, skiptið því í tvennt og látið ef til vill í brauðform. Bakið í 15 mínútur við 210°C.


Föstudagur – Mexíkó kjúklingalasagna

Þessi uppskrift af mexíkó kjúklinga lasagna frá Ljúfmeti. com er í miklu uppáhaldi. Heimatilbúið guacamole er æðislegt með!

 


Laugardagur – Heimabökuð pizza og kryddbrauð í kaffitímanum

 

Heimabökuð pizza klikkar ekki.

Kryddbrauð í kaffitímanum.

Kryddbrauð

2 bollar haframjöl

2 bollar hveiti

2 bollar mjólk

1 bolli sykur

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1 tsk negull

1 tsk kardimommudropar

1 tsk engifer

Allt hrært saman og sett í form. Baka neðst í ofni á 180°C í 40 mínútur.


Sunnudagur – Hægeldaðir lambaskankar

 

Mér finnst vikrilega gaman þegar ég get gefið mér tíma í matseldina. Hægeldaðir lambaskankar eru eitt besta lambakjöt sem ég fæ. Hér er ein uppskrift sem ég ætla að prófa.

 


Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 30 ára, í sambúð með Alberti og saman eiga þau þrjú börn. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist handavinnu, uppeldi barna, ljósmyndun, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.