Vikumatseðill – 23.-29. október

Vikumatseðill – 23.-29. október

Mánudagur – Fiskur í mangókarrýsósu

Einn uppáhalds fiskrétturinn minn!

 

700 gr fiskur (hef prófað bæði að nota lúðu og þorsk)

1 krukka mango chutney

2 tsk karrý

2 msk kóríander

2 hvítlauksgeirar

grænmetiskraftur

300 ml matreiðslurjómi

Fiskurinn hreinsaður og skorinn í jafna bita. Magno chutney, karrý og matreiðslurjómi sett í pott og hitað. Hvítlaukurinn pressaður og kóríander saxað niður og bætt út í. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn í 1 mín á hvorri hlið. Kryddið með salt og pipar. Setjið fiskinn í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Eldið í 10-12 mínútur við 200°C.

 


Þriðjudagur – Kálbögglar

 

Við fjölskyldan vorum með matjurtargarð í sumar og mér finnst tilvalið að nota uppskeruna í mat eins og kálböggla og grænmeti. Nýtt kjötfars, rófur, hvítkál og gulrætur úr garðinum ásamt íslensku smjöri.


Miðvikudagur – Sloppy Joe

Ca. 500 gr. hakk
1 stk laukur
1/2 græn paprika
1/2 rauð paprika
2 dl. tómatsósa
1-2 msk sætt franskt sinnep
salt og pipar eftir smekk

Laukurinn og paprika saxað smátt og steikt upp úr olíu á lágum hita í nokkrar mínútur. Hakkið sett saman við og steikt. Næst er sósunum bætt við á látið malla stutta stund. Hakkið sett inn í hamborgarabrauð. Gott að hafa ferskt salat með eða hrásalat ásamt heimatilbúinni sósu.

Sósan:
1 dl sýrður rjómi
1 dl AB mjólk
2 msk graslaukur (saxaður)
salt og pipar eftir smekk

 


Fimmtudagur – Súpa og nýbakað brauð

Mér finnst voða gott að hafa súpu og brauð – og ekki skemmir fyrir að hafa nýbakað brauð með. Hér er uppskrift af einu fljótlegu og góðu brauði.

 

600 ml volgt vatn
2 msk sykur
2 msk olía
3 msk þurrger
850 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk salt

 

Blandið saman í skál vatni, sykri, olíu og þurrgeri. Geymið í 10 mínútur. Bætið síðan hveiti, lyftidufti og salti saman við og hnoðið vel saman.
Mótið bollurnar að eigin vali. Ef þið ætlið að baka brauðhleif, skiptið því í tvennt og látið ef til vill í brauðform. Bakið í 15 mínútur við 210°C.


Föstudagur – Mexíkó kjúklingalasagna

Þessi uppskrift af mexíkó kjúklinga lasagna frá Ljúfmeti. com er í miklu uppáhaldi. Heimatilbúið guacamole er æðislegt með!

 


Laugardagur – Heimabökuð pizza og kryddbrauð í kaffitímanum

 

Heimabökuð pizza klikkar ekki.

Kryddbrauð í kaffitímanum.

Kryddbrauð

2 bollar haframjöl

2 bollar hveiti

2 bollar mjólk

1 bolli sykur

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1 tsk negull

1 tsk kardimommudropar

1 tsk engifer

Allt hrært saman og sett í form. Baka neðst í ofni á 180°C í 40 mínútur.


Sunnudagur – Hægeldaðir lambaskankar

 

Mér finnst vikrilega gaman þegar ég get gefið mér tíma í matseldina. Hægeldaðir lambaskankar eru eitt besta lambakjöt sem ég fæ. Hér er ein uppskrift sem ég ætla að prófa.

 


Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.