Vikumatseðill 20.-26. mars

Vikumatseðill 20.-26. mars

Núna er allt að komast í rútínu hjá okkur eftir flutninga svo mér fannst kjörið að henda í vikumatseðil og gera tilraun til að vera skipulögð. Í síðustu viku prófuðum við að panta mat frá Eldum rétt og það var algjör snilld. Létti okkur mikið að þurfa ekki á ákveða á hverjum degi hvað við ætluðum að elda.

Hérna kemur næsta vika, vonandi gefur þetta ykkur hugmyndir af því hvað á að vera í matinn hjá ykkur.

Mánudagur: Mexico súpa sem hægt er að töfra fram á met tíma.
Hún er líka frábær í nesti daginn eftir. Uppskriftina má finna hér

Þriðjudagur: Plokkfiskur & rúgbrauð

Miðvikudagur: Kjúkklingaréttur m/ sætum kartöflum, pestó og fetaosti.

Fimmtudagur: Classic rjómapasta með piparosti, pepperóní, skinku og lauk. Gott að bera það fram td. með hvítlauksbrauði.
Þetta er líka rosa gott daginn eftir og má nýta afgangana í nesti og hita það örlítið í örbylgjunni.

Föstudagur: Taco pizzur. Þetta er fljótlegt og frábært þegar maður nennir ekki að elda. Tacopizzubotnana fæ ég í “mexíco deildinni” í Bónus. Ég set svo sósu á botninn og það álegg sem ég er í stuði fyrir þann daginn. Þar sem botninn er ekki hrár þarf hann ekki langan tíma í ofninum, bara að bíða eftir að osturinn bráðni svo þetta tekur enga stund.
Svona einfaldur pizzabakstur er líka frábær fjölskyldustund þar sem allir geta fengið að “baka” sína eigin pizzu.

Laugardagur: Heill ofnbakaður kjúkklingur, borinn fram með góðu salati, hrísgrjónum og “mömmu sósu” (rjómalagaðri sveppasósu sem mamma gerir og er besta sósa sem ég fæ)

Sunnudagur: Píta m/ hakki eða kjúkkling og grænmetinu sem er til í ísskápnum

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku