Vikumatseðill, 14.-20. nóvember

Vikumatseðill, 14.-20. nóvember

Það finnst engum gaman að ákveða hvað á að vera í matinn, allavega ekki mörg kvöld í röð. Mér finnst langþægilegast þegar við náum að fylgja fyrirframákveðnum vikumatseðli. Hér er smá hugmynd að vikumatseðli til að létta ykkur lífið í komandi viku. Ég reyni að hafa réttina einfalda og fljótlega virku dagana, þegar allir eru glorhungraðir og óþolinmóðir, við þekkjum þetta öll!

Mánudagur: Grænmetislasagna og hvítlauksbrauð. Hér kemur stutt útgáfa af uppskrift: laukur, hvítlaukur, rauður chilli, gulrætur, kúrbítur, paprika, blómkál, brokkolí og tómatar í dós, steikt á pönnu ásamt ítölsku kryddi og salti. Kotasælu og sýrðum rjóma blandað. Raða saman í lög ásamt lasagnaplötum, rifinn ostur yfir. Bakað í ofni við 180°C í 30 mínútur.

Þriðjudagur: Ýsa í raspi, soðnar kartöflur, rifnar gulrætur, svissaður laukur og gular baunir. Remúlaði fyrir þá allra hörðustu!

Miðvikudagur: Heill kjúklingur, sætar kartöflur í ofni og brún sósa. Ferskt salat með.

Fimmtudagur: Afgangar frá vikunni og snarl, ofnbakaður grjónagrautur ef lítið er um afganga. Lítill tími notaður í eldamennsku þar sem ég reyni að vera með vikuþrifin á fimmtudögum.

Föstudagur: Föstudagspizza! Okkar uppáhalds álegg á pizzu eru ofnbakaðir kirsuberjatómatar, sveppir steiktir upp úr timjani og smjöri og steikt beikonkurl.

Laugardagur: Þessi uppskrift. Nema við skiptum þorski út fyrir lax. Þetta er unaður, ég lofa!

Sunnudagur: Pítur með falafel bollum, grænmeti og valfrjálsri sósu, t.d. pítusósu, kebabsósu eða hvítlaukssósu.

14915386_10211174787584652_4402657916124750078_n

Facebook Comments