Viðburðardagatal í desember

Viðburðardagatal í desember

Þar sem sonur minn er aðeins tæplega þriggja ára finnst mér óþarfi að hann fái súkkulaðidagatal og tilheyrandi sætindi á hverjum degi í desember, nóg verður af því annars staðar!

Ég heyrði fyrst af viðburðardagatali fyrir jólin í fyrra en fannst hann of lítill þá en ætla að búa til fyrir þessa aðventu. Þar sem hann er ennþá þetta ungur verður dagatalið sniðið að hans þroska og þörfum, hver viðburður mun ekki endilega taka langa stund (sérstaklega virku dagana þegar við höfum minni tíma).

***

Dagatalið sjálft

Ég valdi þessa poka úr Ikea og Ríkharð Valur fær að opna einn poka með morgunmatnum frá 1.desember og fram að jólum.

ikeapokar

Ég handskrifa síðan viðburðinn á blað og set í pokann. Það sem hluti af viðburðunum í dagatalinu krefjast útiveru þá er gott að geta sett í pokann kvöldið áður, þá er hægt að miða dagskránna við veðrið og breyta með stuttum fyrirvara ef þarf!

***

Viðburðirnir

Hér koma nokkrar hugmyndir af viðburðum fyrir þennan aldurshóp, og við búum á litlum stað útá landi þar sem vegalengdir eru stuttar og hugsanlega auðveldara að bralla eitthvað eftir leikskóla!

Gefa öndunum brauð
Labba í skrúðgarðinum
Kaupa nýtt púsl og púsla með mömmu&pabba
Fara á kaffihús
Baka pönnukökur og bjóða ömmu&afa í kaffi
Heimsækja jólasveinana í Dimmuborgum
Bjóða vini/vinkonu í heimsókn eftir leikskóla
Mála myndir
Föndra jólamerkimiða

Fjöruferð með Buddha hundinum okkar
Setja jólaljós í gluggann
Fara á snjósleðann með pabba
Mamma sækir á sleðanum og renna sér í snjónum

Ég reyni að miða við að flest sem er gert kosti lítið annað en tíma með barninu og það nýtt sem við eigum til heima nú þegar. Dagatalið er fyrst og fremst miðað að því að foreldrar eigi gæðastundir með barninu/börnunum sínu/m og aðventan verða gleðilegri fyrir vikið!

Ég vona að einhverjir geti nýtt sér þessa hugmynd af dagatali og/eða viðburðum og eigi kvíðaminni og ánægjumeiri aðventu með yngstu fjölskyldumeðlimunum 🙂

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.