Urban Decay Stay Naked: first impression

Urban Decay Stay Naked: first impression

Vörurnar sem fjallað er um fékk höfundur að gjöf óháð umfjöllun

Urban Decay Stay Naked farðinn og uppfærða útgáfann af hyljaranum komu loksins á markað á Íslandi fyrir stuttu og ég var svo ótrúlega heppin að fá að prófa báðar vörunar og mig langar að segja ykkur frá minni upplifun!

Farðinn hefur frekar létta áferð, það er mjög auðvelt að blanda hann út og hann hefur mikla þekju. Hann er mattur á húðinni og fyrir mig sem er með þurra húð er hann fullkominn ef ég undirbý húðina vel með góðum raka og/eða primer.
Farðinn endist ótrúlega vel á húðinni! Hann var prufaður í fyrsta skipti (án primers eða púðurs) í heilan dag og þoldi bæði rigningu og rok, laugardagsþrifin á heimilinu og var ennþá í mjög góðu sttandi þegar ég þreif húðina um kvöldið.
Ég nota litinn 40WY (til samanburðar nota ég B40 í YSL) og hann gengur á mér bæði með og án brúnku!

Hægri mynd: Farðinn og hyljarinn á húðinni. Ekki var notaður neinn farðagrunnur,púður eða sprey til að setja farðann.
Vinstri mynd: Hrein húð, eingöngu með rakakremi á.

Ég gjörsamlega elskaði fyrri útgáfuna af hyljaranum og var mjög hrædd við að prófa þennan. Ég fíla gömlu útgáfuna betur, kannski  bara vaninn en þessi er mattari á húðinni, hylur að sjálfsögðu jafn vel og sá gamli og “ásetjarinn” mjög góður. Af því að hann er (að mínu mati) aðeins mattari en sá gamli þá passa ég mig bara að bíða ekki með hann  of lengi áður en ég blanda honum út og þá er hann æði.

Farðinn og hyljarinn ásamt öðrum förðunarvörum! Fullkomin þekja og áferð.

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.